Áhrif skattahækkana að skila sér?

Skattahækkanir hafa margvísleg áhrif og breyta hegðun þeirra sem skattlagðir eru til lengri tíma.  Þegar skattar hækka, fær hið opinbera meiri tekjur, það er að segja, í einhvern tíma.  En það þarf ekki að gilda til lengri tíma.

Það sem gerist líka er að margir skattgreiðendur fara að breyta hegðun sinni.

Ef vörur hækka meira í verði innanlands en erlendis, er meira freistandi að fara í verslunarferðir til útlanda.  Þegar kreppir að, er meira freistandi, bæði að vinna "nótulaust" og kaupa "nótulaust", sérstaklega ef skattahluti "nótunnar" hefur hækkað.

Þegar skattar hækka er eðilega minna eftir, ráðstöfunartekjur minnka.

Þegar álögur á áfengi hækka, fáum við, ekki nokkrum dögum seinna, heldur nokkrum árum seinna auknar fréttir af landasölu og bruggi.  Þó að markaðurinn sé kvikur, tekur það tíma fyrir hann að bregðast við.

Þannig tekur það tíma fyrir skattgreiðendur að finna sér leiðir fram hjá aukinni skattlagningu.  Sá sem þekkir engan sem gerir við bíla "án nótu" þarf að finna hann. Það tekur tíma að byggja upp gististað, sem gerir út án þess að "vera í kerfinu".  Landabruggarinn og landaneytandinn þurfa að "finna" hvorn annan. 

Svona mætti lengi telja.

Þess vegna koma full áhrif skattahækkana yfirleitt ekki fram fyrr en einhverjum árum eftir að skattar eru hækkaðir.

Það sem verra er, það getur tekið jafn mörg eða fleiri ár fyrir áhrifn að hverfa, ef þau gera það að fullu, þó að skattar séu lækkaðir á ný.

Þess vegna er erfitt að meta það tjón sem sífelldar skattahækkanir og skattabreytingar hafa.

Skattkerfið á að vera hluti af stöðugleikanum sem allir boða og segjast sækjast eftir.

 


mbl.is Frávik frá tekjuáætlun ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband