Álítsgjafarnir og spuninn

Ég hef alltaf gaman af því að heyra hvað "álitsgjafarnir" hafa að segja um stjórnmálaástandið og ekki síður nú, um niðurstöður kosninga.

Ekki það að ég trúi, eða leggi mikinn trúnað á það sem þeir segja, en það er alltaf gaman að heyra skoðanir út fyrir ramma frambjóðenda og ekki síður er oft gaman að reyna að leggja eyrun við og skynja "spunann".

Tvær megin fjölmiðlasamteypurnar á Íslandi eru Ríkisútvarpið  (margir vilja ekki að það sé kallað RUV) og svo 365 miðlar.  Helstu stjórnmála og "álitsgjafaþættirnir" hjá þeim eru annars vegar Silfur Egils og svo Sprengisandur.  Annar í útvarpi og hinn í sjónvarpi (þó að í raun geri myndmálið engan mun).

Eftir stóratburð eins og kosningar, finnst mér því oft sérstaklega gaman að leggja eyrun við þætti í þeim dúr.

Yfirleitt reyna þættirnar að bjóða upp á "álitsgjafa" sem dekka nokkuð hið pólítíska litfróf, þannig að hlustendur fái að heyra mismunandi sjónarmið.

Ég fór því á netið, eins og oft áður, og hlustaði á megnið af fyrrgreindum þáttum.

Auðvitað voru báðir þættirnir fullir af leiðtogum stjórnmálaflokkana, við því er að búast.  En síðan voru "álitsgjafar" í stúdíonum sem líklega áttu að dekka hið "pólítíska litróf".

En það sem vakti sérstaka athygli mína, voru þeir sem áttu að dekka litrófið þegar kom að Sjálfstæðisflokknum.  Þar var Ríkissjónvarpið með Ólaf Stephensen, ritstjóra frá hinni fjölmiðlasteypunni, og yfirlýstan "Sambandssinna" innan Sjálfstæðisflokksins.

Á Sprengisandi var hins vegar fengin til að gefa álit á stöðunni, Benedikt Jóhannesson, sem er sömuleiðis yfirlýstan "Sambandssinna" innan Sjálfstæðisflokksins, og ef ég man rétt formaður "Sjálfstæðra Evrópu(sambands)manna.

Þannig má ef til vill finna skýringu á því hver vegna svo margir halda að "Sambandssinnar" séu svo sterkir innan Sjálfstæðisflokksins.  Það er að segja að þeir eru hlutfallslega "yfirkynntir" í fjölmiðlum. Skoðanakannir benda hins vegar til þess að rétt ríflega 7% af Sjálfstæðismönnum vilji ganga í "Sambandið".

Svo er aftur líka ástæða til þess að velta því fyrir sér, hvort að það finnist engin "álitsgjafi" sem telst tala "röddu" Framsóknarflokksins?

Eða er ef til vill engin ástæða til þess að hafa neinn "álitsgjafa" sem sér úrslitin örlítið frá sjónarhóli sigurvegarans?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Tómas.

Já Þú tekur eftir þessu. Þetta er reyndar ekkert nýtt þetta er búið að vera alveg gegnum gangandi þessi kolhlutdragi ESB sinnaði halli á öllum þessum umræðu- og fréttaskýringarþáttum bæði hjá RÚV og fréttamiðlum 365.

Man alltaf eftir að þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfsstæðisflokksins hafði flutt sína opnunarræðu á Landsfundi Sjálfsstæðisflokksins í vetur og skýrt andstöðu sína við ESB aðild. Þá voru þessir sömu fjölmiðlar búnir að draga allskonar Samfylkingarsinnaða háskólamenn á flot til þess að fabúlera um það hvað Sjálfsstæðisflokkurinn hefði málað sig mikið út í horn og einangrað sig vegna andstöðu sinnar við ESB. Í fréttaskýringarþættinum Speglinum þá um kvöldið var síðan langt viðtal við þennan sama Benedikt Jóhannsson ESB sinna til þess að fara yfir ræðu formannsins. Af öllum þeim 1500 fulltrúum sem sátu Landsfundinn þá þurftu þeir endilega að draga Benedikt þennan á flot til að fabúlera áfram um hvað stefna flokksins væri rosalega röng í ESB málinu !

Allir sjá að þetta lið er í botnlausum áróðri og dregur leynt og ljóst taum þessa ESB trúboðs. 

Gunnlaugur I., 28.4.2013 kl. 21:56

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er misjafnt hvað ég hef mikinn tíma til þess að fylgjast með í Íslensku miðlunum.  En í "álitsgjafabransanum" er oft mikil slagsíða, en það er heldur ekki auðvelt að setja þar upp "panel", þannig að fullt jafnræði sé á hlutunum.

En ég gaf mér góðan tíma í gær, til að flakka um netið og reyna að skoða Íslensku miðlana og þessi samsetning sló mig strax.

G. Tómas Gunnarsson, 29.4.2013 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband