26.4.2013 | 09:21
Það stefnir í sigur Framsóknarflokks og afhroð Samfylkingar
Ef við miiðum við úrslit síðustu kosninga þá benda eiginlega allar skoðanakannanir til þess að Framsóknarflokkurinn vinni góðan kosningasigur, þó ekki jafn stóran og leit út fyrir. Sömuleiðis bendir allt til þess að Samfylkingin bíð afhroð.
Vinstri græn bíða sömuleiðis afroð sé miðað við síðustu kosningar, en Sjálfstæðisflokkurinn stendur nokkurn vegin í stað.
Nýju flokkarnir, Björt framtíð og Píratar vinna ekki risavaxna sigra, en það eitt að komast á þing er gríðarlega góður árangur og sigur í sjálfu sér.
Sé hins vegar litið lengra aftur í tímann, s.s. til byrjunar þessar aldar eða svo, má segja ð Framókn vinni þokkalegan sigur, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bíði afhroð, en Vinstri græn standi nokkuð vel fyrir sínu og vinni nokkuð á.
Þannig er landslagið sem skoðanakannair spá fyrir um nú verulega breytt frá því sem verið hefur.
Persónulega ætla ég ekki að halda þvi fram að þessar breytingar séu komnar til að vera, heldur myndi ég frekar segja að breytingar séu komnar til að vera.
Það sem breyttis ekki hvað síst með efnahagsörðugleikunum og bankahruninu, var tiltrú almennings og kjósenda. Ekki bara tiltrú á stjórnmálamönnun, heldur líka tiltrú að fjölmiðlum, prófessorum og dokorum, hagfræðingum og álitsgjöfum og þar fram eftir götunum.
Það sýndi sig, að spádómar þeirra, álit og yfirlýsingar voru ekki mikils virði, ekki fyrir bankahrunið og heldur ekki eftir það.
Þess vegna leita kjósendur að hluta til að þeim sem þykir trúverðugur, að einhverjum sem "hefur haft rétt fyrir sér".
Og ríkisstjórnin? Mér þykir vinstri stjórn B, S og V ennþá verulega líklega, sömuleiðis B og D. Aðrir möguleikar eru vissulega í stöðunni, en ég held að á þá reyni ekki nema þessir tveir gangi engan veginn upp.
En eftir morgundaginn verður þetta skýrara - það skulum við alla vegna vona.
Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.