Sundurlyndi og sjálfsblekking ástæða fjölda framboða? Blekking erlendra fjölmiðla?

Margir tala um það eins og að fjöldi nýrra framboða sé afrakstur af frjóu lýðræði.  Persónulega er ég ekki sammála þessu, og held að "uppskeran" af þeiim "lýðræðisakri" verði rýr.

Persónulega tel ég að skýringa á fjölda framboða megi frekar leita í stífni, þvermóðsku, sundurlyndi, skort á samsarfsvilja og skilning á málamiðlunum ásamt nokkru magni af því sem í daglegu tali er oft kallað egó.

Sjálfsblekkingin spilar svo sína rullu, því allir eru þess fullvissir um að kjósendur muni flykkja sér að hinum "eina sanna málstað". 

Birtingarmynd þessa má sjá meðal annars í því að sumir frambjóðendur eru að starfa með sínu öðru eða þriðja framboði.  Og þá erum við eingöngu að tala um fyrir þessar kosningar.

Þetta sýnir kjósendum nákvæmlega það sem myndi gerast ef allir þessir aðilar kæmust á þing og á því hafa kjósendur ákaflega takmarkaðan áhuga.

Hvað varðar undrun erlendra blaðamanna á tómlæti kjósenda gagnvart ríkisstjórninni, er rétt að hafa í huga eftirfarandi.  

Afstaða erlendra blaðamanna byggist yfirleitt ekki á "djúpum" athugunum á Íslensku þjóðlífi, heldur á skoðunum þeirra sem þeir ræða við.  Hvers vegna þær skoðanir hafa gjarna verið hliðhollar Íslensku ríkisstjórninni, er vissulega rannsóknarefni, sem félagsvísindafólk gæti lagt í.

Þess vegna er það svo að margir sem ég hef heyrt í þekkja ekki Íslenskan veruleika í þeim fréttum sem stundum sjást í erlendum fjölmiðlum.

Það er skýringin á undrun erlendra fjölmiðamanna, að mínu mati. 

 

 


mbl.is Vantraust bakgrunnur kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas og takk fyrir góðar greinar, Það er alveg hárrétt hjá þér þessi smáframboð ná ekki eyrum okkar kjósenda, við höfum góðan samanburð við eitt á því þingi sem nú er að ljúka "Borgarahreyfingunni". Ég held að kjósendur horfi líka svolítið til skoðanakannana þeir þeir eru ekki tilbúnir að henda athvæði sínu í eitthvað sem varla kemst á blað, Ég held við viljum umfram allt sterka flokka með sterka forystu til valda. þjóðfélagið er í tómu tjóni og núverandi stjórnarflokkar hafa ekki traust okkar kjósenda og þetta sem þú talar um að fólk erlendis sé hissa á að það sé svo, bendir það ekki til þess að það þurfi að taka hraustlega til í fjölmiðlamálum okkar?   

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 06:49

2 identicon

Sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Mörg framboð eru að reyna brjótast undan flokksmaskínuaðferðum fjórflokksins og inngróinni hagsmunagæslu þeirra. Það er virðingarvert að fólk leggi á sig vinnu við framboð með hugmyndir sínar sem sumar passa ekki flokkseigendum. Einstaklingar með þingmann eða ráðherra í maganum fljóta með.

Nýju framboðin ráða ekki við peninga fjórflokksins og tengslanet t.d. inn á fjölmiðla. Þá þurfa þau helst að eiga stjörnur eins og Vilmund, Albert, Jóhönnu og Jón Gnarr. Fyrir utan skipulag, peninga og hæfileika.

Alþingi yrði fjölbreyttara og betra með fleiri flokkum og minni völdum flokkseigenda. Því á að lækka 5% þröskuldinn og leyfa persónukjör.

Jón G (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 07:24

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt að sjaldan veldur einn þegar tveir deila.  Þess vegna virðast býsna mörg "smærri" framboðin hafa splundrast jafnvel áður en þau ná að koma saman listum.  Það er að mínu mati ekki það sem kjósendur eru að leita að.

Þú kemur hins vegar inn á atriði sem þyrfti að taka á.  Það er ríkisvæðing stjórnmálanna.  Auðvitað á ríkið ekki að halda uppi stjórnmálahreyfingum.  Um það hef ég áður skrifað.

Alla ríkisstyrkii á að fella niður.

En það er líka ef til vill nokkuð lýsandi fyrir "smærri" framboðin að þau splundrast og jafnvel ríkisframlagið situr þá hjá "flokki" sem ekki situr á þingi, vegna þess að þingmennirnir fóru mynduðu annan flokk.   Það þá eðilega veikir starf þess þingflokks.

Persónulega tel ég að Alþingi yrði síðra með of mörgum flokkum.  Ég er fylgjandi 5% þröskuldnum.  Persónukjör held ég að myndi ekki bæta stjórnmálamenninguna.  Það sést að minu mati hvað best á þeim flokkum sem myndaðir eru utan um örfáar persónur.

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2013 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband