22.4.2013 | 15:29
Ná Íslendingar samningi við Evrópusambandið?
Fyrir síðustu kosningar fyllyrtu margir Íslenskir "Sambandssinnar" að mögulegt væri að kjósa um aðild Íslands að "Sambandinu" á því kjörtímabili sem líkur eftir örfáa daga.
Þeir fullyrtu að aðildarviðræður yrðu kláraðar á 18 mánuðum, eða í versta falli á rétt ríflega 2. árum. Alla vegna yrði ekki kosið seinna en árið 2012.
Við vitum að þetta var ekki rétt.
En það stoppar ekki "Sambandssinna" að koma aftur með svipaðar fullyrðingar. Nú fullyrða þeir margir að ekkert mál sé að klára samninga á innan við eða rétt um ári.
Er ástæða til að trúa þeim?
Ég segi nei. Hvers vegna?
Vegna þess m.a. að það er ekki búið að opna mikilvægasta kaflann. Kaflann um sjávarútvegsmál. Ég veit ekki einu sinni til þess að búið sé að leggja fram samningsafstöðu Íslendinga. Líklega hefur Samfylkingu og Vinstri grænum þótt það of viðkvæmt mál til þess að leggja það fram fyrir kosningar.
Vegna þess að það erheldur ekki búið að opna landbúnaðarkaflann.
Vegna þess að aðalsamningamaður Íslands lét hafa það eftir sér að viðræðurnar yrðu vel á veg komnar árið 2015. Er þá líklegt að það náist að klára samningana á 1. ári?
Vegna þess að nýlega heyrði ég Össur Skarphéðinsson fullyrða í viðtali að makríldeilan hefði komið í veg fyrir að sjávarútvegskaflinn væri opnaður.
Eru samningar í makríldeilunni alveg að nást? Ekkert hefur heyrst um það frá ríkisstjórninni. Við skulum alla vegna vona að við fáum ekki að heyra af "glæsilegri niðurstöðu" þess samningaferlis fáum dögum eftir kosningasr.
Hann segir líka að hann eigi von á því að þegar Ísland gangi í Evrópusambandið verði komin fríverslunarsamningur á milli "Sambandsins" og Kina. Á einhver von á því að það gerist innan árs?
Vegna þess að ef fast er haldið um hagsmuni Íslands, er engan veginn víst að nokkur samningur náist.
Þess vegna skora ég á kjósendur að láta ekki "Sambandssinna" komast upp með blekkingar af þessu tagi tvennar kosningar í röð.
Þess vegna er áríðandi að gefa ekki þeim stjórnmálaflokkum sem berjast fyrir "Sambandsaðild" atkvæði á laugardaginn.
Örvænting "Sambandssinna" er að verða augljós. Margir þeirra eru tilbúnir að seja hvað sem er í þeirri von að blekkja megi kjósendur og viðræður haldi áfram.
En við eigum ekki að láta þá blekkja okkur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.