21.4.2013 | 07:31
Það er hægt að taka undir með Ögmundi
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að kosningabarátta færist niður á "persónulegt" plan, og fari að snúast um eitthvað annað en málefnin.
En það er fyllsta ástæða til þess að taka undir með Ögmundi og hvetja hlutaðeigandi til að láta af þessu.
Það er af nógu öðru að taka í kosningabaráttunni.
Reyndar er það tvíeggjað sverð að beita slíkri taktík, hún getur auðveldlega snúist í höndunum á þeim sem henni beita. Fært þeim sem verða fyrir perónulegum árásum samúð og stuðning.
En það er líka áríðandi fyrir stjórnmálamenn sem verða fyrir slíkum árásum að sætta sig við það.
Sumir kjósa einfaldlega að halda sig í aurnum. Þó að á einhvern slettist eitthvað af þeim aur sem þeir dreifa, borgar sig aldrei að stökkva niður í aurinn til þeirra.
Ögmundur: Ekki sæmandi kosningabarátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem finnst ekki menntun að hafa verið í Oxford í mörg ár þó menn hafi ekki lokið lokaprófinu, koma upp um innihaldsleysi sinnar eigin menntunar, ef hún er þá einhver. Að stunda nám í Oxford og ljúka ekki gráðu er mun merkilegri reynsla en að gerast páfagaukur í "léttum" háskóla eins og HÍ (þó einstaka deild HÍ státi af alþjóðlega boðlegu námi). Þeir sem hafa næga sjálfsmenntun og eru nægilega vel lesnir til að skilja þetta hafa vit á að þegja. Hinir sem hafa bara háskólamenntun, en koma úr menningarsnauðu umhverfi og hafa lítið lesið nema skólabækurnar, þeir koma upp um eigin menntunarskort með þessu nýði um manninn. Manneskja sem ekki sýnir þeim sem hafa aðrar skoðanir í stjórnmálum, trúmálum og öðru en hann sjálfur umburðarlyndi og virðingu, hann skilur ekki vestræna menningu yfirhöfuð og ætti bara að taka næstu flugvél til Íran, Norður Kóreu eða Saudi Arabíu, eða hvar annars staðar þar sem honum myndi líða betur, en þar læra hvaða greindarskertu menn sem er "réttar skoðanir" og fá gráðum úthlutuðum fyrir að hrósa ríkjandi valdhöfum. Stjórnmál sem eru samboðin vestrænni menningu, hvort sem er á vinstri eða hægri væng, snúast um að boða umburðarlyndi og víkka það út. Þeir sem beita leiðum óumburðarlyndis sýna með því að þeir berjast ekki fyrir kjarna vestrænnar menningar, heldur eru fasistar sem þarf að ryðja úr vegi.
Kv, kjósandi Vinstri Grænna.
Kjósandi VG (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 21:57
Alvarlega greindarskertir, en ekki eingöngu illa innrættir og óumburðarlyndir stuðningsmenn einsleitrar menningar og einsleitrar hugsunnar setjist niður og hugleiði eftirfarandi:
Hvers vegna krefur teboðshreyfing Bandaríkjanna Obama um fæðingarvottorð?
Hvers vegna vill Obama ekki láta yfirganginn og umburðarleysið eftir þeim?
Þeir hinir sömu ættu, nema þeir séu með greindarvísitölu talsvert langt undir 75, að geta skilið afhverju Sigmundur Davíð vill ekki heldur láta eftir andlegum bræðrum teboðshreyfingarinnar á Íslandi, og stuðningsmönnum hennar í boðum þverpólítísks umburðarleysis og barbarisma og almennrar vanhelgunnar virðingar einstaklingsins. Þykist þeir ekki gera það, og hafi þó greindarvísitölu einhvers staðar yfir 75, skal öllum mönnum ljóst að um illt innræti er að ræða, drottnungargirni, yfirgang og valdasýki af því tagi sem ógnar vestrænu lýðræði og menningu sem byggir á umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum. Skulu þeir hinir sömu dæmdir eftir því og álitnir hættulegir almannaheill og framtíð samfélagsins.
KVG (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.