Mismunandi tölur, sömu meginlínur

Enn ein könnunin, þær koma ört þessa dagana.  Engin þeirra hefur sömu tölur, en þær sýna sömu meginlínur.  Það er helst könnun MMR sem sker sig úr að því marki að þar hefur Sjálfstæðiflokkurinn farið yfir Framsóknarflokkinn og er orðinn stærsti flokkurinn, en hinar kannanirnar sýna sömu þróun, en mun hægari.

En hvaða tölur eru réttar?

Um það er auðvitað engin leið að fullyrða.  En meginlínan í öllum þessum könnunum er að fylgið er að leita "heim".  

Frá Framsóknarflokki til Sjálfstæðisflokks, frá Bjartri framtíð til Samfylkingar og að öllum líkindum frá smærri framboðum til þeirra stærri, þó líklega mest ríkisstjórnarflokkana.

Nokkur óvissa er í kringum Pírata sem virðast halda sínu fylgi nokkuð og auka það í sumum könnunum.

Spurningin er hvort að þessi þróun mun halda áfram alveg fram að kjördag?

Það er ljóst að spennan er svo sannarlega til staðar og úrslitin svo langt í frá að vera augljós.

En Framsóknarmenn hafa sigurinn í seilingarfjarlægð, þó að hann líti út fyrir að verða minni en kannanir sýndu áður. Ég hugsa líka að þessar kannanir hafi gert kraftaverk fyrir stemminguna hjá Sjálfstæðisflokknum og kveikt aftur vonina hjá ríkisstjórnarflokkunum.

Það getur skipt miklu máli á endasprettinum.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sækir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Kannanir veita vísbendingar, en allt tal um kannanir eitt og sér, er hálf leiðinlegt. Fylgi leitar venjulega heim að hluta síðustu daga fyrir kosningar.

Sigurður Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 17:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað á aldrei að taka könnunum sem niðurstöðum.  En þær gefa sterkar vísbendingar.  Allar kannanir síðustu daga gefa svipaðar vísbendingar.  Þannig styrkja þær hver aðra.

Fylgi leitar gjarna heim á síðustu dögum.  Það gerði það þó ekki fyrir síðustu kosningar.

Hugsanlega hefur kraðakið sem er fyrir þessar kosningar aukið þá tilhneygingu.  En það eru svo ótal margir þættir sem spila inn í.   Og auðvitað eru menn ekki sammála um hverjir þeir eru....  

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband