19.4.2013 | 06:16
Mistök breytast gjarna í það sem við köllum reynslu
Það vill enginn gera mistök. Samt er það svo að flest okkar hafa lent einmitt í því, aftur og aftur. Það er svo margt sem við hefðum viljað og getað gert betur.
Og það er alveg rétt sem kemur fram í fréttinni að mistök geta verið grundvöllur framfara og gjaldþrota fyrirtæki skilja gjarna eftir sig verðmæti og þekkingu.
Það er oft sagt að ekkert sé eins einfalt og það sýnist.
Þannig er oft verulega neikvæð umræða um gjaldþrot og margir virðast ekki vilja líta á þau sem eðliegan þátt í viðskiptum og fyrirtækjareskstri.
En svo er líka til "heiðarleg" og "óheiðarleg" gjaldþrot ef svo má að orði komast, en oft er erfitt að greina þar á milli. Til þess höfum við lögreglu og dómstóla.
OZ mistökin skiluðu sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.