Allir til í allt með öllum, án allra

Það er engin nýlunda að Framsóknarflokkurinn sé opin fyrir því að starfa með vinstri flokkunum.  Það að Framsókn hefur í gegnum tíðina skilgreint sig með miðjuflokk, segir meira um uppbyggingu Íslenska flokkakerfisins en hvort að Framsókn hafi verið til vinstri eða ekki.

Ég hygg að ef Framsóknarflokkurinn yrði greindur pólítískt, yrði hann skilgreindur til vinstri, en það er mín tilfinning og ég er ekki með neinar vísindalegar rannsóknir til að styðja þá skoðun mína.

Það er heldur ekkert nýtt að Höskuldur tali um vinstri hneygð Framsóknarflokksins og ég man ekki betur en að formaður Framsóknar, hafi talað um það í Kryddsíldinni að ríkisstjórn til vinstri væri hans fyrsti kostur. 

Ef kjósendur vilja ekki vinstri stjórn, þá kjósa þeir ekki vinstri, eða vinstri hneygða flokka.  Í raun er það ekki flóknara en það.

Ég er reyndar dálítið hissa á því að Höskuldur skuli ekki vera "smartari" en svo að tala um að mynda "velferðarstjórn", til vinstri að loknum kosningum.  Það sýnir ef til vill hvað hann stendur nærrii núverandi stjórnarflokkum í hugsun.

En hann hafði þó vit á því að hafa ekki norræn fyrir framan.    

En Íslenska hefðin segir okkur að allir sé til í allt, með öllum.  Það vilja jú allir komast i ríkisstjórn og eðlilegt að svo sé.

Hvað flokkarnir þurf að gefa eftir, fer svo eftir þeim styrk sem kemur upp úr kjörkössunum, þó að oddastaða geti líka haft ótrúlega mikið að segja.

En enginn vill binda hendur sínar fyrir kosningar.  Þó að vissulega sé hægt að skilja kröfur um að kjósendur viti hvernig ríkisstjórn verði mynduð eftir kosningar, held ég að það yrði ekki nauðsynlega til bóta.


mbl.is Opinn fyrir vinstra samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband