15.4.2013 | 11:04
Hvað eru 80 milljarðar á milli vina?
Fyrir þessar kosningar eru tölur sem fleygt er fram stórar. Leiðrétting skulda upp á hundruði milljarða, sóknaráætlanir fyrir tugi milljarða, vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru 90 milljarðar á ári og svo framvegis.
Þetta eru allt ógnvænlegar tölur, þó að það taki ekki langan tíma að segja þær. Einhversstaðar heyrði ég nýlega að einum manni entist ekki ævin til þess að telja upp á milljarð.
En mig langar til þess að vekja athygli á einni tölu úr þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við.
Að á undanförnum 4. árum hafi verið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir 80 milljarða.
Það er rétt að hafa í huga að atvinnuleysi hefur verið mun minna á Íslandi en margir óttuðust.
Það er oft verið að bera Ísland saman við önnur lönd í Evrópu sem hafa lent í efnahagserfiðleikum á undanförnum árum.
Hver hefði kostnaðurinn við atvinnuleysisbætur verið ef á Íslandi væri atvinnuleysi ennþá u.þ.b. 15% eins og á Írlandi?
Hver væri kostnaðurinn orðinn ef atvinnuleysi hefði væri vel á þriðja tug prósenta eins og er í sumum eurolöndum S-Evrópu?
Hver væri kostnaðurinn ef atvinnuleysi væri þó ekki nema tæp 11%, eins og í Frakklandi, sem mun vera nálægt meðtali eurosvæðisins og "Sambandsins".
Hver er félgslegi kostnaðurinn í þessum löndum og hver væri hann orðinn ef slíkt atvinnuleysi hefði orðið á Íslandi?
Það er mikilvægt að komandi ríkisstjórn byggi upp sátt við atvinnulífið, og leggi grunn að atvinnuuppbyggingu og framleiðni og útflutningsaukningu.
Íslendingar hafa ekki efni á því að stefna að því að sækja lausnir til Evrópusambandsins.
Þar má finna vítin sem ber að varast.
„Syndir framsóknarmanna eru stórar“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.