Sam, play our song, just one more time

Það er merkilegt hvað umræða og kröfur um boð og bönn skjóta upp kollinum víða (ekki eins og þau eigi víða rétt á sér).

Nú deila Bretar ákaft um hvort að BBC (það eru nú reyndar ýmsir á móti því að fjölmiðlum í almannaeigu sé heimilt að nota skammstafanir og vilja sumir helst banna, t.d. að Ríkissjónvarpið sé kallað RUV), eigi að eða megi spila hið klassíska laga Ding, Dong The Withc is Dead, á jarðarfarardegi Thatcher.

Hvílíkt bull.

Auðvitað ber það merki um merkilegan smásálarhátt og skrýtið innræti að herferð til þess að koma laginu inn á topp 10 listann, sem spilaður er á BBC, en það segir meira um þá sem standa fyrir herferðinni, en Margaret Thatcher.

Ekki þekkti ég Margaret Thatcher, það er að segja ekki nema af því að lesa um hana og eftir hana greinar í blöðum og tímaritum og fylgjast með henni í fréttum.

En mér þykir afar ólíklegt að hún hefði ergt sig á slíkum smámunum, hvort að laga yrði spilað eður ei.  Það hefði heldur ekki komið henni í opna skjöldu að fólk legði á hana hatur.

Auðvitað á BBC að spila lagið.  Það segir sig sjálft, ef það kemst á toppinn.

Þeir sem eru að berjast gegn því hafa ekki gert neitt nema að vekja athygli á herferðinni og hafa gefið þeim sem að henni standa það sem þau þráðu mest.

Athygli og góðan málstað.

Því það er svo, í það minnsta kosti að mínu mati, að stofnanir eins og BBC, eiga að halda sig við eðlilegt starfslag.  Ekki banna þetta, eða hitt, þessum eða hinum til ánægju, eða hugarróunar.

Að berjast fyrir því er góður málstaður.

Að berjast fyrir því að Ding Dong the Witch is Dead sé spilað á jarðarfarardegi Thatcher,  kann að vera smekkleysi.  En smekkleysi verður varla, og á ekki að reyna að banna.

Læt hér fylgja með stutt myndband.  Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri minnst á Ding Dong, the Witch is Dead.  Ég er enginn sérstakur Oz aðdáandi.

 

 

 

 

 


mbl.is Deilt um nornasöng fyrir útför Thatcher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband