Að ná að skaða bæði formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins með einu höggi.

Þessi könnun Viðskiptablaðsins hefur haft ótrúleg áhrif.  Áhrif sem ég leyfi mér að efast um að menn hafi séð fyrir, jafnvel þeir sem ákváðu að kaupa könnunina.  Og líklega eru áhrif henna langt frá því að vera að fullu komin í ljós.

Ég held að könnunin hafi skaðað bæði formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins.  Hvort að það var það sem lagt var upp með, veit ég ekki.  En því miður held ég að það verði niðurstaðan.

Það má taka undir það sem kemur fram í fréttinni augljós tilgangur með könnuninni sé að grafa undan Bjarna Benediktssyni.  Það ætlunarverk hefur nokkuð örugglega tekist, þó erfitt sé að dæma um að hve miklu leyti.

En ég held að skoðanakönnunin hafi sett Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í verulega óþægilega stöðu.  Engin sem ég hef heyrt í er annarar skoðunar en að könnunin sé gerð í öðrum tilgangi en að styrkja stöðu Hönnu Birnu, og það sem meira er langflestir trúa því að hún hefði ekki verið gerð öðru vísi en að Hanna Birna vissi af því.

Spurningin er hvort að slíkt býr til stjórnmálamann sem fólk treystir og vill hafa við stjórnvölinn?

Þannig held ég að könnunin nái í einu vettfangi að skaða bæði formann Sjálfstæðisflokksins, varaformanninn og þá hugsanlega verðandi formann. 

Það er ljóst að könnunin gerir ekkert til að auka samheldni og baráttuþrek innan flokksins á síðustu metrunum fyrir kosningar, þvert á móti.

Klukkan er korter í kosningar og allir í Sjálfstæðisflokknum (og margir utan hans) eru að velta því fyrir sér hvort að skipt verði um formann eftir helgi eða ekki?

Og hvað svo?

P.S.  Þeir eru býsna margir sem eru hrifnari af því að reyna að "skapa" söguna, frekar en að skrifa um hana.  En það er auðvelt að missa stjórn á "sköpuninni":

 


mbl.is Tilgangurinn að grafa undan Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas, ég held að þú hafir lög að mæla í þessu bloggi, hverjir eru það sem þarna eru að verki, er það ESB örminnihlutinn í Sjálfstæðisflokknum sem þarna á hlut að máli sem er að rústa flokkinn? ég er þeirrar skoðunar að flokkurinn hefði fyrir löngu átt að vera búinn að fara í uppgjör við þá eins og Framsóknarflokkurinn gerði við sína ESB sinna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 14:27

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ef það er þessi ESB örminnihlutinn þá hefur hann mikil áhrif.

Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 15:33

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

afsakið en þessu commenti er beint til kbk

Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 15:41

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er reyndar hægt að vera ör í fleirri en einni merkingu, en það er önnur saga.

En vissulega hafa stuðningsmenn "Sambandsaðildar" verið í miklum minnihluta á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.  Síðasta könnun sem ég sá u.þ.b. 2. vikum fyrir síðasta landsfund, sýndi að rétt ríflega 7% af stuðningsmönnum flokksins vildi ganga í "Sambandið".

En ég dreg í efa að það sé rétt að kenna þeim þessa könnun, þar er rétt að horfa til Viðskiptablaðsins.

En hitt er rétt að "Sambandssinnar" hafa ekki gert neitt til að auka einingu innan flokksins undanfarnar vikur, þvert á móti.

Það er vissulega spurning hvers vegna þeir kjósa að vera í flokki, sem fer jafn illa með þá og þeir vilja vera láta?

G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2013 kl. 16:07

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað um MMN könnunina fyrir fáum dögum með svipaðri niðurstöðu? Ég á erfitt með að skilja af hverju sumar skoðankannanir eru óæskilegar og aðrar ekki. Er þá bara ekki best að banna skoðanakannanir? Það hlýtur að vera skárri kostur en að úthúða sumum en samþykkjar aðrar. Hver á að dæma um hver er "vond" og hver ekki?

Ómar Ragnarsson, 12.4.2013 kl. 19:44

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara eða meinar Ómar.  Það er svo sem ekki nein nýlunda fyrir mig.

En ég var að ræða könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.  Ég veit ekki til hvaða MMR könnunar þú ert að vísa, enda gerir þú enga tilraun til að sýna fram á það.

Ég hef ekki minnst einu orði á að banna neinar skoðanakannanir, eða skilgreina hvað ætti að vera leyft eða ekki leyft.  Ég er enda ekki þeirrar skoðunar.   Þetta er algerlega þitt fimbulfamb, en þú mátt vissulega skýra það betur ef þú kærir þig um.

Ég var fyrst og fremst að tala um hvaða aðferðum er beitt til þess að ná sér niðri á samherjum og hvernig kosið er að reyna að þrýsta á ákvarðanir og móta "söguna".  Ég var að benda á að slíkar aðferðir geta auðveldlega farið úr böndunum, haft þveröfug áhrif og ollið stórum skaða, sem verður illa bættur.

En það er engin ástæða til að banna þær, og hver velur þau sér þau "vopn" sem hann telur hæfa.

Eftir sem áður áskil ég mér fullan rétt til þess að hafa skoðun á bæði þessu máli og öðrum, án þess að ég telji þér eða öðrum ætti að koma það nokkuð við.

Þannig ganga málin fyrir.  Ég get ekki séð að nokkur hér hafi talað um að banna skoðanakannanir, hvorki þessa eða nokkra aðra.

En þér er frjálst að tjá þig hér og fimbulfamba um bann eða aðra hluti.  Það verður heldur ekki bannað.  Ekki af mér.

G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband