Varaformaður Samfylkingarinnar: Umsókn að ESB hefur ekki verið samþykkt hér á landi

Það er óneitanlega merkilegt að heyra varaformann Samfylkingarinnar, Katrínu Júlíusdóttur fullyrða það í Sjónvarpinu, að umsókn að ESB hafi aldrei verið samþykkt á Íslandi.

Ja, betur að satt væri, segi ég.

Á hvaða forsendum ætli samninganefnd Íslendinga starfi í Brussel?  Að Íslendingar ætli að sækja um aðild þegar samningur liggi fyrir, er sjálfsblekkingin alger?

Var þetta allt í plati?

Eða er Samfylkingin með allt niðrum sig í þessu máli og varaformaður flokksins grípur til hvaða lyga og rangfærslna sem er til þess að komast hjá því að svara fyrir fyrri fullyrðingar flokksins?

Það er ótrúlegt að hlusta á ráðherra bera borð slíkar fullyrðingar í beinni útsendingu.  Það er líka ótrúlegt að verða vitni að því að stjórnendur láti ráðherra komast upp með aðra eins rangfærslu.

Sjáið þetta hér, á ca. 65:30 minútu.

Þetta er svona dæmigert YouTube moment.  E einhver hefur þetta á stuttu myndbandi, þætti mér fengur að fá senda slóð eða sent í tölvupósti.

5. október 2008 sagði núverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, í samtali við Viðskiptablaðið:

„Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

 

P.S.  Það er ótrúlegt að horfa á kosningaþætti hjá RUV, þar sem Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra hjá Jóhönnu og Steingrími, er hafður eins og hlutlaus fræðimaður og álitsgjafi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er rétt - þið nei sinnar hafið högg á okkur já sinna þarna sem þið notið óspart. þetta var klúður. en stefnan er óbreytt

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 10:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nú skil ég ekki alveg hvert þú ert að fara Rafn, það er svo sem ekki í fyrsta skipti.

Ertu að meina að rangfærslur Katrínar, gefi einhvern sérstakan höggstað á "Sambandssinnum"*?

Eða ertu að meina að allar rangfærslurnar sem "Sambandssinnar" eins og Árni Páll Árnason og fleiri dembu yfir Íslendinga í kringum bankahrunið, síðustu kosningar og svo þegar umsóknin var keyrð í gegn, séu nú að koma í bakið á "Sambandssinnum"?

Persónulega finnst mér þetta fyrst og fremst afhjúpa stjórnmálamenn eins og Katrínu Júlíusdóttur og Árna Pál Árnason, sem virðast grípa til allra handa lyga og rangfærlsna, frekar en að horfast í augu við að það sem Samfylkingin sagði hvað varðar þessi mál, og hægt er að sannreyna nú, hefur flest reynst rangt.

Hvort að það sé svo hægt að færa yfir á alla "Sambandssinna" er önnur saga og stökk sem ég er ekki reiðubúin til að taka að sinni, í það minnsta kosti.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2013 kl. 12:19

3 identicon

Gylfi Magnússon og Jón Steinsson sem er einn af aðalráðgjöfum þessarar ríkisstjórnar. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 12:47

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég man nú ekki eftir að hafa lesið um að Jón Steinsson væri ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, en það gæti hæglega hafa farið fram hjá mér.  Þannig að ekki ætla ég að neita því.

Ef það er rétt, er það auðvitað stórfurðulegt og Sjónvarpinu til vansa og háðungar.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband