Spurningar dagsins - Hver ætlar að gæta hagsmuna okkar?

Spurningar dagsins koma úr pistli sem ég var að lesa á vefsvæði Pressunar.  Pistilinn ritar Kristján Vigfússon.

Pistillinn byrjar á því að fjalla um að þegar í harðbakkann slær, hugsi þjóðir eingöngu um eigin hagsmuni.  

Síðan koma spurningar eins og:

Hvað réði því að Seðlabankinn samþykkti sölu á FIH á brunaútsölu og tapaði með sölunni 250 milljónum evra af gjaldeyrisforða þjóðarinnar?

Hvað réði því að Seðlabankinn ákvað að selja FIH og taka við sem andvirði sölunnar hlutabréf í skartgripasala í stað reiðufjár?

Getur verið að danska ríkið hafi sett Seðlabanka Íslands afarkosti og þvingað fram sölu?  Kaupendur bankans voru danskir lífeyrissjóðir sem virðast hafa þrefaldað virði eignar sinnar við kaupin.  Íslenska þjóðin sem eigandi Seðlabanka Íslands á heimtingu á að fá að vita hver er ástæða þess að stjórnendur Seðlabankans ákváðu að selja FIH á brunaútsölu.

Pistillinn endar síðan á samanburði á þessum gjörningi og stöðu Íslenska ríkisins gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabúum föllnu bankanna.

Hvet alla til þess að lesa pistilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband