9.4.2013 | 06:43
Kratar í klípu
Þeir eru í klípu Kratarnir, bæði í Danmörku og á Íslandi. Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir, horfir Samfylkingin fram á eitthvert stærsta fylgistaps stjórnmálaflokks á Íslandi. Og staðan hjá Krötunum í Danmörku, er ekki góð.
Vinsældir ríkistjórnar, Kratana og Helle Thorning-Schmidt hefur farið hratt minnkandi á því rúma ári sem hún hefur verið við völd. Þó hefur kúrvan niður á við ekki verið neitt í líkingu við hrap Íslensku ríkistjórnarinnar, eða Jóhönnu Sigurðardóttur, þannig að ef til vill er ekki að undra að Árni Páll kjósi að sækja ráð út fyrir landsteinana.
Það ætti ef till vill að vera Árna Páli umhugsunarefni, að fylgistap Kratana og Helle Thorning-Schmidt má að mati ýmissa Danskra stjórnmálaskýrenda rekja að hluta til veru landsins í "Sambandinu".
Vegna forsætis Dana á fyrrihluta ársins 2012, hafi Helle Thorning-Schmidt eytt meiri tíma í Brussel en í Danörku. Það hafi bitnað á stjórnuninni heima fyrir og Danskir kjósendur hafi ekki kunnað að meta að forsætiráðherrann væri meira og minna fjarverandi.
En það er þó ef til vill "blautasti draumur" margra Íslensku kratanna.
Árni Páll fundaði með Thorning-Schmidt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.