Stórmerkilegur leiðtogi

Menn skiptast nokkuð í tvö horn hvað varðar Margaret Thatcher.  Hún hefur verið umdeild um langa hríð.

Sjálfur tel ég Thatcher vera eina af þeim leiðtogum, sem hefði verið nauðsynlegt að "finna upp", hefði hún ekki verið til staðar.

Ég held að margir af gagnrýnendum Thatcher geri sér ekki grein fyirr því í hvaða stöðu Bretland var, þegar hún tök við völdum.

Þá var gjarna talað um Bretland sem "the sick man of Europe".  Bretar höfðu þurft að leita aðstoðar hjá Alþjóða gjaldeyrisjóðnum, samið um stærsta lán sem sjóðurinn hafði veitt.  Upphæðin var það stór að sjóðurinn þurfti að sækja sér aukaframlög frá Bandríkjunum og Þýskalandi.

Það var allt að því viðtekin skoðun að Bretland væri "búið að vera".  Bresk iðnfyrirtæki væru ekki samkeppnishæf og að "verkalýðsbarónarnir" væru þeir sem færu með hin raunverulegu völd.

Útblásin ríkisfyrirtæki sem stöðugt töpuðu peningum voru mýmörg og þóttu sjálfsögð.  Flestir töluðu eins og ekkert væri við því að gera.

Margaret Thatcher var einn af þeim stjórnmálaleiðtogum sem neitaði að taka nokkru sem sjálfsögðu. Hún komst á toppinn, þrátt fyrir "kerfið", en ekki vegna þess og hún breytti þjóðfélaginu, en neitaði að sætta sig við að engu væri hægt að breyta.

Hún breytti Breskum stjórnmálum varanlega.  Meira að segja Breski Verkamannaflokkurinn varð ekki samur eftir að Thatcher hafði verið við völd.  Hans eina von til að ná aftur völdum, var að aðlaga sig að þeim breytingum sem Thatcher hafði barist fyrir.

Margaret Thatcher var ekki, frekar en nokkur annar, gallalaus og auðvitað má deila um einstakar aðgerðir og stefnu hennar.

En það er engin leið að líta fram hjá því að með Margaret Thatcher, er genginn einn af merkustu stjórnmálaleiðtogum 20. aldarinnar. 

 


mbl.is Margir minnast Járnfrúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband