7.4.2013 | 06:08
Sigur "óspjallaðra" flokka
Í síðustu kosningum unnu Vinstri græn góðan kosningasigur. Í kjölfar þess settist flokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingu.
Ég hugsa að flestir hafi þakkað sigur flokksins þeim staðreyndum, að hann þótti að mestu "óspjallaður" af þeim efnahagserfiðleikum og bankahruni sem dunið hafði á Íslendingum, og svo var einörð afstaða hans gegn Evrópusambandinu gjarna nefnd til sögunnar.
Víkur nú sögunni til komandi kosninga.
Allt bendir til þess að Framsóknarflokkurinn vinni stórkostlegan og eftirtektarverðan sigur, og það þótt að ef til vill sígi fylgið eitthvað frá því sem skoðanakannanir sýna nú.
Það sem margir nefna til sögunnar sem ástæður fyrir yfirvofandi sigri flokksins, er að hann hafi komið "óspjallaður" frá IceSave deilunni og róttækar hugmyndir um niðurfærslu á skuldum vegna húsnæðislána.
Staðfesta Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokks færði þeim trúverðugleika, sem gerir það að verkum að kjósendur eru tilbúnir til að hlusta á hugmyndir þeirra.
Reyndar var Framsóknarflokkurinn ekki einhuga í IceSave málinu. En þau sem voru fylgjandi eða hikandi gagnvart IceSave innan Framsóknarflokksins og hafa flest yfirgefið flokkinn fyrir Bjarta framtíð.
En hin hliðin á uppsveiflu Framsóknarflokks er gríðarlegt fylgistap Sjálfstæðisflokks.
En þar gerðist að mörgu leyti akkúrat hið gagnstæða. Eftir góða frammistöðu í IceSave á fyrri stigum málsins, stóð stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins að samþykkt IceSave III.
En það sem gerist síðan eftir landsfund flokksins nú síðastliðin febrúar, er að eftir landsfundinn hefst fjömiðlaherferð "Sjálfstæðra Evrópu(sambands)manna", þar sem hörðum orðum er farið um landsfundarsamþykktir flokksins hvað varðar "Sambandsaðild".
Fyrir algera tilvljun (eða ekki), vill svo til að þeir hinir sömu sem snupruðu landsfundarfulltrúa fyrir ályktanir sínar, voru í mörgum tilfellum hiniir sömu sem hvað harðast höfðu barist fyrir því að Íslendingar samþykktu IceSave samningana.
Þannig slögú þeir tvær flugur í einu höggi, kynntu Sjálfstæðisflokkinn til sögunnar sem allt í því klofinn flokk og minntu væntanlega kjósendur rækilega á IceSave samningana og þátt sinn og Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir samþykkt þeirra.
Eftir stóð hinn "óspjallaði" Framsóknarflokkur með pálman í höndunum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér. Það var svo ólánstal Hönnu Birnu um að landsfundurinn hafi gengið of langt með ályktun um Evrópustofu sem gerði útslagið. Þeir sem ekki treystu Bjarna og Illuga í ESB málum, en ætluðu samt að veðja á Hönnu Birnu fengu þarna kalda gusu og lokaaðvörun um að kjósa ekki sinn flokk nú. Meðan forustan er úr sambandi við marginn í flokknum.
K.H.S., 7.4.2013 kl. 12:11
Hef sömu tilfinningu fyrir þessu.Þjóðin er reið út í bankana og fjármálamarkaðinn,ekki tilbúin til að borga reikninga annarra eins og glöggt kom fram í Icesave málinu.Ég held það séu flestir sammála því að það á að rukka þessa bankamafíu fyrir leiðréttingu lánanna eins og stefna framsóknar er en hafna þeirri stefnu Sjálfstæðismanna að láta ríkið sjá um þetta.En því miður held ég að Framsóknarflokkur sé að lofa upp í ermina og eigi eftir að fara flatt á þessu.En það er samt vonandi að einhver árangur náist í að kremja liðið þegar Framsókn byrjar þó hann verði kannski eins mikill eins og vonir standa til.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.4.2013 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.