6.4.2013 | 08:44
Tveir flokkar, tvær ályktanir. Tapa flokkar meiru á því að vera hlynntir "Sambandsaðild", en á móti henni?
Mikið hefur verið rætt um gríðarlega fylgisaukningu Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu og einnig um mikið fylgistap Sjálfstæðisflokks, miðað við það sem skoðanakannanir höfðu áður gefið til kynna.
Þeirri skoðun hefur verið gefið mikið pláss í fjölmiðlum að fylgistap Sjálfstæðisflokks megi á einhvern hátt rekja til harðar afstöðu hans í afstöðu til Evrópusambandsins og þeirrar skoðunar sem samþykkt var á landsfundi hans að loka ætti "Evrópu(sambands)stofu)".
Persónulega get ég ekki séð nein rök sem renna stoðum undir þá skoðun. Það væri alla vegna ljóst að af slíkt væri raunin, væri ekki rökrétt að fyrrum stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins flyttu sig yfir til Framsóknarflokks.
Ég fann því ályktanir, bæði frá bæði landsfundir Sjálfstæðiflokks og flokksþingi Framsóknarflokks, þar sem fjallað er um um aðild að "Sambandinu" og "kynnningarskrifstofur".
Eins og sjá má hér að neðan, er ekki mikill munur þar á, þó að vissulega séu blæbrigðin ekki nákvæmlega þau sömu.
Ég birti ályktanirnar hér án þess að setja skýr mörk hvað kemur frá hvaða flokki. Það er góð æfing fyrir lesendur að greina þar á milli.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.Framsóknarflokkurinn telur fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi. Það má vera ljóst að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búa við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar mega dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi þá er lýðræði í landinu hætta búin.Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
Það er hins vegar athyglisvert, að þegar rætt er um "Sambandsmálin", virðist ekki margir álitsgjafarnir og fréttamennirnir vilja vekja athygli á þeirri útreið sem þeir flokkar sem eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu, eru að fá í nýlegum skoðanakönnunum.
Hvert er fylgi þeirrar ríkisstjórnar sem sótti um aðild að Evrópusambandinu? Hvert er fylgi Samfylkingar, þess flokks sem lengst og harðast hefur barist fyrir "Sambandsaðild"? Hvert er fylgi Vinstri grænna sem lét Samfylkingu blekkkja sig til að "kíkja í pakkann"?
Ná þau mönnum á þing? Skyldi staða þeirra vera svo slæm, vegna ályktunar þeirra á landsfundi um að halda áfram viðræðum, án þjóðaratkvæðagreiðslu?
Annar helsti "Sambandssinnaflokkurinn", Björt framtíð hefur einnig mátt horfa upp á fylgi sitt síga býsna hratt niður á við í skoðanakönnunum.
Skyldi það vera vegna afstöðu þeirra til "Sambandsins" sem fylgi þeirra sígur?
Auðvitað er það of einföld skýring, en þó líklega líklegri, heldur en að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa fylgi vegna afstöðu sinnar til "Sambandsins".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas, við skulum ekki gleyma hlut forystusauðs háværa örminnhlutans í Sjálfstæðisflokknum, Benedikt Jóhannessyni hann er búinn að fæla stóran hluta kjósenda frá flokknum, Flokksforystan var heldur ekki að bæta stöðuna því landfundurinn var vart búinn þegar formennirnir báðir fóru að slá úr og í varðandi landsfundar samþykktir flokksins, þá fórum við kjósendur að spyrja okkur, hver konar flokkur það væri sem kæmi með samþykktir um stefnumörkun á landsfundi og landsfundurinn væri vart liðinn þegar foringjarnir sem landsfundurinn kaus létu í það skína að landsfundar samþykktir væru bara léttvægar. Ég held að það sé orðið of seint fyrir þá að gera neitt í þessu við kjósendur erum búin að fá nóg af þessu öllu saman og hætt að hlusta á þetta lið og flettum snarlega yfir heilsíðu auglýsingarnar þeirra í dagblöðunum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 10:11
Það er mikið til í þessu Kristján. Ég held líka að kjósendur hafi verið minntir á, á versta tíma, þátt ýmissa Sjálfstæðismanna og flokksins í samþykkt IceSave. Ýmsir þeir er börðust hvað harðast fyrir samþykkt IceSave samningana, stóðu fyrir lítilli fjölmiðlaherfer, þar semr þeir kynntu sig sem fulltrúa stór hluta Sjálfstæðisflokksins og að þeir hefðu verið órétti beittir á landsfundi, nánast ofríki.
Skoðanakönnun ca. 2. vikum fyrir landsfund sýndi hins vegar að rétt ríflega 7% af þeim sem hugðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru fylgjandi "Sambandsaðild".
Ég held að þetta upphlaup þetta hafi orðið Sjálfstæðisflokknum dýrt.
G. Tómas Gunnarsson, 7.4.2013 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.