Hvers vegna flytur fylgið sig? Borgar samheldnin sig? 3. hluti

Ekkert bendir til annars en að Framsóknarflokkurinn verði sigurvegari komandi kosninga.  Hvort sem Íslendingum líkar það betur eða verr, er Framsóknarflokkurinn einfaldlega í stórsókn.

En hvers vegna?

Hvers vegna er þessi flokkur sem margir höfðu afskrifað sem úreltan, afdankaðan dreifbýlisflokk orðinn stærsti flokkurinn í Íslenskum stjórnmálum?

Ef ég á að reyna að gefa einfalt svar við þeirri spurningu, myndi ég vilja nefna fjögur orð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og IceSave.

Það er engin spurning í mínum huga að þessir tveir þættir eru veigamestir þegar litið er til velgengni Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð og barátta hans með InDefence, skilaði honum til forystu í Framsóknarflokknum og niðurstaðan í IceSave málinu skilaði Framsóknarflokknum trúverðugleika sem fékk kjósendur til að hlusta á það sem Framsóknarflokkurinn hefur fram að færa.

Annað sem er partur af velgengni Framsóknarflokksins er sú eining sem þar ríkir nú.  Eftir öruggan sigur Sigmundar Davíðs á Höskuldi Þórhallssyni um fyrsta sætið í NorðAustri, hefur friður og eining ríkt í flokknum.

Ég held að það hafi orðið Framsóknarflokknum til mikillar gæfu að flestir "Sambandssinnarnir" sem voru í flokknum, ákváðu að yfirgefa hann og ganga til liðs við Bjarta framtíð.

Það gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn kemur heilsteyptari til leiks en flestir aðrir flokkar og það er mín persónulega tilfinning að kjósendur hafi ekki mikinn áhuga á að leiða flokka til valda sem rífast harkalega innbyrðis.

Svo eru það skuldamál heimilanna.

Það er aðalmál kosninganna og þar hefur Framsóknarflokkinn tekið skýra forystu.  Þó að kosningaloforð flokksins séu nokkuð óljós, hafa þau fengið stuðning úr ýmsum óvæntum áttum.  Það er þó engin vafi að kjósendur vilja trúa að þau séu möguleg og eru reiðubúnir til að gefa Framsóknarflokknum tækifæri til að framkvæma þau.

Það er ljóst að Framsóknarflokknum hefur að miklu leyti tekist að láta kosningabaráttuna  kosnúast um sig og sínar hugmyndir.  

Hann hefur sömuleiðis farið í gegnum meiri og dýpri endurnýjun en nokkur annar flokkur, og á komandi þingi mun að ég held enginn þingmaður þeirra hafa setið á Alþingi, síðast þegar flokkurinn var í ríkisstjórn.

Það er ljóst að fram að kosningum munu öll spjót standa á Framsóknarflokknum, ég held að ekkert geti komið í veg fyrir góðan sigur hans, en hve stór hann verður er vandasamara að spá um.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru 30 % Islendingar sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn svo þeim allavega líkar það vel.

Þú gleimir að nefna atórt atriði, sem er aðkoma Frosta Sigurjónssonar að flokknum.

Hann er gríurlegt aðdráttarafl þeim sem eru verst staddir eftir hrun og einnig þeim sem horfa bara skinsamlega án öfga á málin. Hann er alltaf málefnalegur, kurteis og án hrokka.

Það er svo stærst ástæða flótta Sjálfstæðismanna að þeirri forystu sem nú er, er ekki treystandi í ESB málum. Bjarni og Illugi gamlir aðildarsinnar og Hanna Birna sýndi okkur rautt ljós í Sylfri Egils með óskiljanlegum ákúrum á Landsfundinn vegna ályktunar um lokun Evrópuáróðursseturs.

Vingulsháttur Bjarna í Icesave, stjórnarskrárkosningunum og ESB gerir hann slæman kost. Grasrótin var ákveðin og sterk á Landsfundinum en forustan var þá helst fyrir og er enn að skemma fyrir.

Því eru sannir Sjálfstæððsmenn ákveðnir í að kenna  forustunni lexíu.

Kari Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 12:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er reyndar alveg sammála þér með Frosta.  Hann er Framsóknarflokknum gríðarlegur happafengur.

Frosti er með gríðarlega sterkan bakgrunn úr InDefence, ESB andstöðunni, og svo auðvitað fyrirtækjarekstri og frumkvöðlastarfi.  

Ég held að hann verði verulega góð búbót á Alþingi.

Ég er heldur ekki frá því að þessi bakgrunnur Frosta geri sumum Sjálfstæðismönnum (sérstaklega þá í hans kjördæmi) auðveldara með að flytja sig yfir til Framsóknarflokks.

Reyndar held ég að frambjóðendahópur Framsóknar sé sterkari í heild sinni en hann hefur verið um nokkuð langa hríð.

Það er eitt af því sem þeim tókst að breyta með því að taka inn formann af "götunni" ef svo má að orði komast.

Ég var auðvitað ekki á landsfundi, og ætla ekki að dæma um hvað gerðist þar.  En það er þó ljóst að fundurinn var P.R. skelfing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 13:06

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fylgishrun Sjalló mun hafa verið byrjað um miðjan janúar, löngu fyrir landsfund, skv. því sem talnaglöggir hafa bent á. Hvað gerðist um miðjan jan sem setti fylgishrunið af stað?

Sömu talnasérfræðingar segja að fylgisaukning Frammó hafi byrjað með IceSave, eða nokkru eftir að fylgishrun Sjalló byrjaði, þannig að það blasir ekki við að tengsl séu á milli fyglishrunsins hjá Sjálfstæðis annarsvegar og fylgisaukningar Framsóknar hinsvegar.

Kristján G. Arngrímsson, 9.4.2013 kl. 15:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hver hefur sagt að fylgishrun Sjálfstæðisflokks hafi byrjað um miðjan Janúar?  Hvergi hef ég séð því haldið fram.  Hvaða talnasérfræðingar eru það?

17 janúar var Stöð2/Fréttablaðið með skoðanakönnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var með 40% fylgi.

20. janúar var MMR könnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði 35% fylgi.

31. janúar var Gallup könnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði 36.3% fylgi.

31. janúar er líka birt Stöðvar2/Fréttablaðs könnun og þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 32.2%...     Þar má líklega merkja að IceSave hefur höggið af flokknum og fært Framsókn fylgi, þá mælist Framsókn með  20.9, en var undir 15% hjá Gallup sama dag.

Þannig að ég kaupi það ekki án frekari rökstuðnings að fylgishrun hafi átt sér stað hjá Sjálfstæðisflokki um miðjan janúar.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þá er staðfest það sem ég hef alltaf haldð fram:

"Fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi stóraukast ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins samkvæmt nýrri könnun MMR sem var gerð fyrir Viðskiptablaðið," segir í frétt mbl.

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2013 kl. 21:24

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það virðist vera rétt hjá þér Kristján.  Alla vegna miðað við niðurstöður þessarar könnunar, sem ég var að sjá í þessu.

En þú svarar ekki hvaða talnaspekingar það voru sem fullyrtu að fylgistap Sjálfstæðisflokksins hefði hafist um miðjan janúar, né kemur með nokkuð því til stuðnings?

Er það til?  Ef svo er hefði ég gaman af því að sjá það.  Það væri vissulega áhugavert að rýna i þær tölur.

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 05:01

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það var einn fésbókarvinur minn sem fann þetta út. Hann er mjööög talnaglöggur maður og ég hef enga ástæðu til að rengja hann. En ég skal viðurkenna að ég veit ekki hvaða tölur nákvæmlega hann notaði til að búa til graf sem sýndi þetta. Sennilega bara kannanir. Hann bjó líka til graf sem sýndi svo ekki varð um villst að fylgisaukning Framsóknar hófst strax eftir Icesavedóminn.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2013 kl. 06:24

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég efa ekki að hann hefur mikið til síns máls, hvað varðar IceSave og Framsóknarflokkinn.   En ég hef ekkert séð sem rennir stoðum undir það að fylgistap Sjálfstæðiflokks hafi byrja um miðjan janúar.

Ég hefði gaman af því að sjá þau gröf, ef þau getur fengið leyfi til þess að senda mér þau.

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband