Framsókn með pálman í höndunum - rúmum 3. vikum fyrir kosningar. Aukast líkur á vinstri stjórn?

Það eru rétt rúmar 3. víkur til kosninga og staðan er sú að allt stefnir í stóran sigur Framsóknarflokksins.

Þessi könnun Gallup staðfestir aðrar kannanir sem hafa birst undanfarið.  Engar verulegar breytingar koma í ljós á fylgi flokkanna, en þó er rétt að hafa í huga að margt getur breyst á jafnvel skemmri tíma en þremur vikum. 

Hinir flokkarnir ná ekki að klóra í bakkann svo heitð getur.

Þessi skoðanakönnun segir að sigurvegarar kosninganna verði Framsóknarflokkur og Björt framtíð.

En breytingar eru þó til staðar, þó að þær láti ef til vill ekki svo mikið yfir sér.

Til dæmis er ein breytingin sú að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærri en ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn til samans.

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er heldur ekki svo ríflegur í prósentum talið, þó að hann gæti orðið þægilegur í þingmannatölu.

Það má því draga þá ályktun af þessari könnun að Íslendingar hafi stigið stórt skref í átt að vinstri stjórn.  B, A og S, eða B, S og V, myndi ég segja að væru líklegustu niðurstöðurnar ef kosningaúrslitin yrðu nákvæmlega á þennan veg.

Ef til vill væri klókarar fyrir Framsóknarflokk og Samfylkingu að fara í stjórn með VG.  Stjórnin yrði þannig hugsanlega sterkari, því VG væri líklegra til að reka harða stjórnarandstöðu en BF.  Þannig mætti hugsanlega slá nokkrar flugur í einu höggi.

Enn sem fyrr eru það svo Píratar sem eru næst því að koma manni/mönnum inn og ef þeir halda vel á spöðunum fram að kosningum spái ég þeim á þing.  Ég held að fylgi þeirra á meðal ungs fólks leyni á sér.

En spennan gerir ekkert nema að vaxa.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband