Þriðji stærsti "flokkurinn"

Þó að Samfylkingin sé þriðji stærsti flokkur Íslands, bæði í þessari könnun og í könnun MMR, eiga þær kannanir það einnig sameiginlegt, að ef fylgi "litlu framboðanna" er lagt saman þá er fylgi þeirra meira en Samfylkingar.

Því leyfi ég mér að nota þá fyrirsögn sem ég valdi hér að ofan.

Þetta mikla samanlagða fylgi myndi skila u.þ.b. 9 þingmönnum, ef þetta væri einn flokkur.  Þetta  fylgi sem þarna fellur dautt, kemur öllum þeim 5 flokkum sem myndu ná þingmönnum til góða. 

Þannig fær Framóknarflokkurinn 28.5% fylgi í könnuninni, en fengi 33.3% þingmanna.

Þannig ganga kosningar fyrir síg, og þó að vissulega megi deila um 5% þröskuldinn, sé ég ekki að afnám hans yrði til bóta fyrir hinn Íslenska pólítiska veruleika.

En eiga litlu flokkarnir einhverja möguleika?

Um það er erfitt að spá, en ég myndi þó ekki vilja afskrifa þá.  Persónulega hefði ég mesta trú á því að Píratar gætu náð að koma manni/mönnum að og svo gæti hinir regnbogalitu framsóknarkommar komið á óvart.

Hvað Píratana varðar þá hafa þeir verið sterkastir af "litlu flokkunum" í mörgum skoðanakönnunum og ekki vantað nema um 1 prósentustig til að komast inn.  Ég hef heyrt útundan mér og hef á tilfinningunni að þeir séu nokkuð sterkir á meðal ungs fólks og því gæti vel heppnuð kosningabarátta vel skilað sér í þingmönnum.  Þeir hafa líklega alla burði til að keyra á velheppnaða "low key" internet kosningabaráttu.

Ég held að það geti orðið Pírötum til framdráttar að vera að mestu eða öllu leiti við hina "hefðbundnu kverúlanta".

Persónulega eru Píratar sá flokkur af "litlu flokkunum" sem ég vildi helst sjá á þingi. Það kann að vera út af hinum núorðið vel tamda anarkista sem blundar í mér, en ég held að Alþingi gæti haft gott af því að fá inn nokkra Pírata.

Síðan held ég að Regnboginn - Framsóknarkommar (alltof gott orð til þess að nota það ekki), þó að hann hafi ekki fylgi til þingmanna á landsvísu, gæti halað inn nægu fylgi í einstökum kjördæmum, til að hljóta þingmann. 

Það skýrist ekki fyrr en sjást tölur fyrir hvert kjördæmi, eða að gerðar verða skoðanakannanir fyrir einstaka kjördæmi.   Framsóknarkommarnir gætu hæglega átt möguleika á þingmanni í Suður, eða NorðVesturkjördæmi, án þess að ná að komast upp fyrir 5% á landsvísu.

Það er reyndar einnig í þessum tveimur kjördæmum sem Vinsti græn eru í verulegri hættu að vera þingmannalaus.

En útlitið er spennandi, nú þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband