27.2.2007 | 04:44
Evru og vaxtaumræða, enn af 3% vöxtum
Það er oft skringilegt að lesa fréttir af umræðum á Alþingi. Of virðast alþingismenn tala í "kross" og vonlítið er fyrir almenning að vita hvort það sem þeir segja er rétt eður ei.
Vegna þess að ég hef skrifað hér mikið um vaxtamál, þá tók ég sérstaklega eftir ummælum Björgvins Sigurðssonar, en í fréttinni sem hér er tengd við er haft eftir honum eftirfarandi:
"Björgvin sagði, að það sem væri þó mest sláandi snéri að unga fólkinu og húsnæðiskaupum. Sagði Björgvin, að sá sem tæki 15 milljóna króna lán til 40 ár á Evrópuvaxtakjörum greiddi 24 milljónir til baka þegar upp var staðið en íslenski lánþeginn greiddi 74 milljónir á 40 árum. Þetta væri verðbólguskatturinn sem íslenskir fasteignakaupendur greiddu."
Þetta er samsvarandi við það sem lesa hefur mátt í blaðgreinum eftir hann og á heimasíðu þingmannsins. Sjá til dæmis hér.
Ég hef áður bloggað um þessar fullyrðingar Björgvins, og má sjá það hér, hér og hér.
Nú ætla ég ekki frekar en áður að mótmæla þeirri staðreynd að víðast hvar eru vextir til húsnæðiskaupa lægri en á Íslandi, en ég hef hvergi getað fundið á Evrusvæðinu vexti sem eru 3% eða lægri.
Ég vil því enn og aftur auglýsa eftir tenglum á heimasíður þar sem slíkir vextir eru í boði.
En þetta er enn eitt dæmið um að það er erfitt að sannreyna það sem stjórnmálmenn eru að segja, vegna þess að þeir nefna ekki nein dæmi (t.d. nafn á banka, eða þó ekki væri nema landi, í þessu tilviki) máli sínu til stuðnings.
Fullyrðingarnar eru einfaldlega settar fram án þess að nokkuð fylgi þeim. Þó að það kunni að vera óhentugt í ræðustól, ætti það að vera auðvelt í blaðagreinum og þó sérstaklega á heimasíðum.
Kaupmáttaraukning eða verðbólguskattar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Athugasemdir
Ertu ekki bara að leita að þessu?
http://www.ecb.int/stats/money/interest/interest/html/interest_rates_A22.J.A.2250.O.en.html
Þorvaldur Blöndal, 27.2.2007 kl. 12:08
Bestu þakkir fyrir þennan link, hann gefur fínar upplýsingar, en ég hef ekki enn fengið neinar upplýsingar um hvar 3% vextir eða lægri fást, get heldur ekki fundið neitt slíkt þarna.
Enn hefur enginn getað bent mér á tengil þar sem slíka vexti er að finna. Ég var að vona að Samfylkingarfólk gæti bent mér á þessa vexti sem þingmaðurinn þeirra er alltaf að tala um.
En ég verð líklega að bíða eitthvað lengur.
G. Tómas Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 14:34
Þessi linkur á frekar við
http://www.ecb.int/stats/money/long/html/index.en.html
Hér má sjá langtímavexti sem voru um 3,3% fyrir ári, þannig að ekki munar nú miklu. Vextir hafa farið hækkandi í Evru síðasta árið og ekki víst að Björgvin hafi nýjustu tölur. Þess fyrir utan er hægt að taka lán í jenum eða frönkum á 0,7-2,3%.
Hvort sem vextirnir eru 3% eða 4, þá kemur verðtryggða íslenska húsnæðislánið mjög illa út úr samburðinum. En greiðslubyrðin er mest fyrst á Evru-láninu en öfugt á íslenska láninu. Á móti kemur að eignamyndunin er neikvæð fyrstu 15 árin með íslenska láninu en væri orðin 37,5% á sama tíma með Evru-láni.
Raggi (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:18
Eitthvað held ég að Raggi hafi misskilið hlutina, enda stendur skýrt á þeirri síðu sem hann vísar á: "The statistics for EU Member States published here relate to interest rates for long-term government bonds denominated in national currencies. Where no harmonised long-term government bond yields are available, interest rate indicators are used."
Þetta eru sem sé vextir á ríkisskuldabréfum, með öðrum orðum innlánsvextir sem eru gjarna nokkuð lægri en á lánum til húsnæðiskaupa.
Vextir voru um nokkurt skeið verulega lágir á Evrusvæðinu, en tóku að hækka á fyrriparti ársins 2006. Sú hækkun hélst í hendur við bætt efnahagsástand, betri horfur og minna atvinnuleysi. Allt eru þetta "faktorar" sem talið er eðlilegt að ýti upp vöxtum.
Ef að menn telja mismun á vaxtastigi upp á 33% (3 eða 4%) ekki skipta máli í umræðunni finnst mér það skrýtið. Reyndar hef ég ekki séð nein húsnæðislán auglýst með 4% vöxtum á evrusvæðinu (ég held að ég hafi ekki séð vexti undir 4.5% nýlega, sem gerir þá 50% hærra vaxtastig en 3%) en ég þigg með þökkum tengla á banka sem bjóða lægri vexti.
Hinu er er ég ekki að mæla í mót að vaxtastig á Íslandi er óhagstæðara en á Evrusvæðinu, en það sést á þessari umræðu hvað það er varhugavert að vera að reikna með 3% vöxtum til 40 ára. Húsnæðisvextir á Evrusvæðinu eru yfirleitt ekki festir til svo langs tíma. Lengri tíma festing á vöxtum kallar líka yfirleitt á hækkun á vaxta% eins og eðilegt er.
G. Tómas Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.