Að eiga fé í öruggum gjaldmiðli.

Það vilja allir eiga sitt fé í öruggum, stöðugum gjaldmiðli.  Á öruggum stað.  Ekki er verra ef féð ávaxtar sig þokkalega.

En hvar er sá staður í dag?

Lausnin er ekki að eiga fé sitt í euroum í banka á Kýpur, það er nokkuð ljóst.

Þessi lausn sem "Sambandið" og seðlabanki þess hefur fundið til að leysa vanda banka og stjórnvalda á Kýpur felur í sér margar hættur.  Ekki bara fyrir þá sem eiga fé sitt í euroum þar í landi, heldur er ekki ólíklegt að sparifjáreigendur í mörgum "jaðarríkjum" Eurosvæðisins ókyrrist.  Og jafnvel víðar.

Það er ekki víst að það sé ávísun á góðan nætursvefn að eiga fé sitt í euroum í bönkum á til dæmis Ítalíu, nú eða á Spáni.  Er ástæða til að óttast að hin nýjas "hártíska" sparifjár verði tekin upp í Portugal, eða Grikklandi?  Frönsku sósialistarnir hafa líkið verið hrifnir af "one time" sköttum.

Það kemur líka í ljós að innistæðutrygging á Kýpur er ekki 100%.  Gildir það sama í öllum eurolöndunum?  Eða ef til vill ekki í öllum "Sambandslöndunum"?

Það eru spurningar í þessum dúr sem sparifjáreigendur víða á Eurosvæðinu munu spyrja sig í dag og næstu daga.

Þýskir skattgreiðendur munu ef til vill anda aðeins léttar, vitandi að minna fés verður krafist af þeim, alla vegna fram að kosningum þar í haust.  Spurningin hver verður við völd eftir þær og hvað verður talið "nauðsynlegt" þá til að bjarga euroinu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því sem gerist.  Það má ef til vill segja að þetta sé fjórða leiðin sem farin hefur verið í bankahrunum liðinna ára og sú fyrsta þar sem almennir sparífjáreigendur eru látnir bera skaða.

Það er svo nokkuð merkileg umræðan um að ekki hafi verið vilji til þess að bjarga bankakerfi Kýpur, án þess að sparifjáreigendur yrðu "klipptir", vegna þess hve miklar innistæður Rússneskir aðilar eiga þar og ekki sé ástæða til þess að skattgreiðendur Eurosvæðisins taki þátt í að bjarga þeim "þvottapeningum".

En minna fer fyrir hugleiðingum hvers vegna Evróusambandið hefur liðið rekstur þeirrar "þvottastöðvar" innan vébanda sinna í öll þessi ár.  

En ef til vill er bara eðlilegt að peningar "hlaupi" í "þvotti".


mbl.is Versti efnahagsvandi í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 11:51

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gull hverfur auðvitað ekki.  En það hefur nú aldeilis sigið í verði upp á síðkastið.  Hitt er svo að fyrir littla fjárfesta er kostnaðurinn við að kaupa og selja gull verulegur.

Því þarf gull að hækka verulega í verði til að skila arði, áður en við "litlu kallarnir" geta hagnast á því að fjárfesta í gulli.

G. Tómas Gunnarsson, 18.3.2013 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband