9.3.2013 | 08:31
Best að gera ekkert
Því meira sem ég heyri og les af stjórnarskrámálinu, þá verð ég glaðari með þá staðreynd hvað erfitt er að breyta stjórnarskránni.
Ég er orðinn alfarið á móti því að samþykkt verði að gera það ferli einfaldara.
Líklega væri affarasælast að gera það erfiðara.
Mér þykir það vond staðreynd hvað margir virðast vera þeirra skoðunar að rétt sé að "keyra" stjórnarskrárbreytingar í gegn, jafnvel með minnsta hugsanlega meirihluta.
Mér þykir það vond staðreynd að margir virðast telja að það þurfi ekki að taka mark á þeirri stjórnarskrá sem er í gildi, til þess að koma nýrri í gildi.
Eins og staðan er nú, er líklega best að engu verði breytt.
Taka málið upp á næsta kjörtímabili.
Í millitíðinni kveða kjósendur upp dóm.
Lúðvík sagði sig frá málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið get ég verið þér sammála. Ekki undir neinum kringumstæðum má gera misgáfuðu fólki á Alþingi kleyft að ráðskast með eignir þjóðarinnar að eigin vild og sinna flokksgæðinga, svo maður tali nú ekki um 26.gr núgildandi Stjórnaskrár þar sem vitað er að þeim finnst ekkert mál að fara í berhögg við vilja þjóðarinnar og finnst alveg ótækt að forseti geti vísað málum í þjóðaratkvæði.
Sandy, 9.3.2013 kl. 09:30
Já, alveg óþarfi, já mikil mistök, að leyfa lögbrjótandi ófriðarmönnum sem virðast vera með óráði, að keyra í gegn nýja stjórnarskrá. Og sem þjóðin bað aldrei um.
Jóhanna og co. og Þorvaldur mikli hafa ekki vald frá þjóðinni til að skrifa nýja stjórnarskrá, þó megi vel, í rólegheitum, bæta gömlu stjórnarskrána og kannski bæta við hana. Við erum með fólk sem virðir hvorki lög né núverandi stjórnarskrá, í alþingi og í þessum hópi.
Elle_, 9.3.2013 kl. 11:07
Ef menn eru ósammála, eiga þeir þá ekki að standa fyrir máli sínu frekar en að pakka saman og berjast hvergi ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.3.2013 kl. 15:20
Stjórnarskrár slitna ekki eins og gamall hjólbarði, þær hrörna ekki eins og við. En þær þurfa að fá að þróast eins og tegundir jarðar. Ég er almennt séð á móti byltingum og ný stjórnarskrá er bylting og þá er allur óróin og þróunin eftir.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.3.2013 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.