"Fjölmiðlafrumvörpin"

Það er mikið til í þessu hjá Óla Birni.  Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna virðist hafa lagt gríðarlega áherslu á að leggja inn á Alþingi fjölda frumvarpa sem allir gera sér grein fyrir að verða ekki rædd eða afgreidd fyir þinglok.

Það er að segja þau verða ekki rædd nema í fjölmiðlum.

Því má ef til vill kalla þau "fjölmiðlafrumvörp".  Ekki þykir ríkisstjórnarþingmönnum það verra ef hægt er að fullyrða í fjölmiðlum að það sé hin "hræðilega stjórnarandstaða" sem hafi komið í veg fyrir samþykkt umræddra frumvarpa.  

Hugmyndin um núverandi þing, geti á einhvern hátt bundið hendur ókosins þings, er síðan svo fáranleg að það tekur engu tali.

Slíkt tal vekur ef til vill minni undrun þegar það kemur frá stjórnmálamönnum sem tala um að "keyra" nýja stjórnarskrá í gegn.

En þörfin á því að skipta um ríkisstjórn er flestum ljós, það sýna skoðanakannanir sem hafa birst nýverið.  En sjálfsagt gefst ráðherrum tími til að leggja fram nokkur frumvarp til viðbótar, en hvað mörg þeirra verða samþykkt er önnur saga. 

 


mbl.is Loforð sem öðrum er ætlað að efna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband