16.2.2013 | 07:28
Endalaust framboð en eftirpurnin er ...
Það er í sjálfu sér gott að einstaklingar hafi áhuga á stjórnmálum og bjóði sig fram til starfa. Þannig virkar lýðræðið og þannig helst það lifandi.
Allir eiga sama rétt á því að bjóða fram lista og leggja þá undir mælingu kjósenda.
Mismunandi skoðanir eru lagðar fram, mismunandi áherslur eru boðaðar og mismunandi einstaklingar eru í framboði.
Ekki hefði ég áhuga á að gefa atkvæði mitt til neins af þeim sem þarna stíga fram og lýsa yfir framboði en það er einfaldlega eins og kerfið virkar.
Kjósendur eru að leita að mismunandi hlutum
Hvort það eru svo meðmæli með framboðum að forsvarsmenn hafi fyrir fáum vikum starfað með öðru nýju framboði, en slitið sig þar frá, verða kjósendur að ákveða.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki það sem sé þörf fyrir á Alþingi, en ég hef bara eitt atkvæði, eins og vera ber.
En það er útlit fyrir spennandi kosningar.
Líklega verða allir framboðsfundir þéttsettnir - jafnvel áður en fundargestir koma.
Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.