15.2.2013 | 13:43
Þökkum fyrir hægagang í stjórnarskrármálinu
Íslendingar mega vera þakklátir fyrir hægaganginn í stjórnarskrármálinu. Það er æskilegt að mál eins og stjórnarskrármál taki nokkuð langan tíma.
Það er heldur ekki tilviljun að oftast er ekki gert ráð fyrir því að hægt sé að breyta stjórnarskrám í flýti.
Því miður er núverandi frumvarp með svo mörgum göllum að það er ekki hægt að óska annars en að það verði látið bíða enn um sinn og sá tími nýttur til betrumbætingar.
Hér eins og stundum áður hefur tíminn unnið með Íslendingum forðað þeim frá mistökum.
Hvet alla til að lesa feykigóða grein eftir Pawel Bartoszek, sem birtist á vefsvæði Vísis í dag. Hún heitir Sprengjur Feneyjanefndar.
![]() |
Harmar hægagang í stjórnlagamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt er það í þessu ferli öllu sem menn hafa misskilið og eru alls ekki að fatta en tönglast hins vegar á aftur og aftur.
Það er alltaf verið að tala um að stjórnarskrárfrumvarpið núna sé skv. ósk þjóðarinnar. Að stjórnlagaráð hefði verið skv. ósk þjóðarinnar og síðast en ekki síst að dýrasta skoðanakönnun sögunnar hafi leitt í ljós að þjóðin vill þessa stjórnarskrá.
Þetta er alger misskilningur hjá þessum aðilum. Það hefur aldrei verið kannaður hugur þjóðarinnar til þess hvort þörf sé á nýrri stjórnarskrá, né heldur hvort þörf sé á að breyta einhverju í henni. Menn hafa bara gefið sér það.
Það voru einunigs rúm 30% þjóðarinnar sem tóku þátt í kjöri stjórnlagaþings á sínum tíma, kosningar sem síðar voru úrskurðaðar ólöglegar af hæstarétti, þ.e. jafn ólöglegar og gengisbundin lán. Jafnframt var það líkur hluti sem tók þátt í þessari dýrustu skoðanakönnun þar sem einungis var gefinn kostur á að taka afstöðu til mjög afmarkaðra þátta i heildartillögunni.
Þessi 30% verða aldrei skilgreind sem þjóðin, til þess vantar 70% upp á, sem mér reiknast til að sé meirihlutinn.
Það að auki var í þessari dýrustu skoðanakönnun spurt hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég held að allir þeir sem greiddu atkvæði með því að svo skyldi vera hafi skilið orðatiltækið "að leggja til grundvallar" út frá því að átt sé við "að breyttu breytanda", þ.e. að tillögur stjórnlagaráðs yrði breytt út frá því sem talið sé nauðsynlegt fyrir réttaröryggi landsins. Það var aldrei spurt hvort tillögur stjórnlagaráðs skyldu verða að stjórnarskrá eins og svo margir alþingismenn virðast halda og tönglast stíft á. Ég vil að lokum vekja athygli á að ég rita alþingismenn með litlu a, sem endurspeglar það álit sem ég hef á þeim, en það segir ekkert til um álit mitt á Alþingi sem stofnun og því hlutverki sem það á að gegna.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.