Hægt og rólega upp á við

Það er eðlilegt að lánshæfismat Íslands stigi upp á vð, eftir að ljóst varð að Íslenska ríkið þurfti ekki að ábyrgjast kröfur í IceSave málinu.

Það er hins vegar skoðunarefni hvers vegna svo margir héldu að lánshæfismatið myndi styrkjast með því að gera slíkt.

Ekki síður er það verðugt athugunarefni vegna hvers matsfyrirtæki töldu sig knúin til að gefa yfirlýsingar um að yfir Íslandi vofðu lækkanir á mati ef samningarnir yrðu ekki samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Yfirlýsingar sem þau stóðu svo reyndar ekki við.

En við skulum vona að vegurinn liggi hægt og rólega upp á við.  Skoðanakannanir fyrir komandi kosningar gefa í það minnsta tilefni til örlítillar bjartsýni. 

 


mbl.is Fitch hækkar lánshæfi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband