Að þvo þvott þegar vindur er?

Jafn sjálfsagt og það er að fara í ákveðinn gagnasöfnunarverkefni um hvernig best sé að nýta vindorku á Íslandi, held ég að það verði seint sem þær komi til með a gegna verulegu hlutverki í orkunotkun landsmanna.

Staðreyndin er sú að orka þarf að vera tiltæk - þegar notandinn hefur þörf fyrir hana.  Ekki bara þegar hvasst er úti.  Hún má heldur ekki kosta of mikið.

Vissulega má hugsa sér að hvetja Íslendinga til þess að þvo þvott og annað slíkt, þegar vindur blæs, rétt eins og Electricity de France gerir nú tilraun með í Bretlandi, en ég hygg að það verði ekki fyrr en raforkuverð nær "Evrópskum" hæðum sem Íslendingar væru reiðubúnir til að hlusta á slíkt.

Reyndar er "græna hagkerfið" þvi miður ekki að gera sig í víða í Evrópu.  Það má reyndar á köflum helst líkja því við farsa.

Stórkostlegum upphæðum af skattfé er notað til þess að greiða niður vind og sólarorku.  Það dugar ekki til.  Raforkuverð rýkur upp í hæstu hæðir.

Neytendur ýmist láta ekki bjóða sér svívirðilegt verðlag, eða hafa hreinlega ekki efni á að hita húsnæði sitt með rafmagni.

Afleiðingin?

Stóraukin eldiiviðarnotkun, sérstaklega í  Austur-Evrópu, en einnig í velmegandi löndum s.s. Þýskalandi.  Svo rammt kveður að þessu að jafnvel glæpir aukast.

Skyldi einhver hafa reiknað út heildaráhrifin á mengun af þessum aðgerðum?

En eins og ég áður sagð, er auðvitað mikilvægt að hefja gagnaöflun á Íslandi og auðvitað vilja Íslendingar ekki vera eftirbátar annara Evrópuþjóða í rafmagnsverði eða hvað varðar "grænt" hagkerfi.

Það er ekki hægt að annað að gleðjast yfir því að forstjóri Landsvirkjunar, sem hefur marg lýst óánægju sinni með arðsemi af virkunum fyrirtækisins, skuli þó hafa fundið nokkur hundruð milljónir til að leggja í þessa tilraun.

Skyldi hann birta áætlaða arðsemisútreikninga af vindmyllunum?

 

 


mbl.is Vindmyllur við Búrfell gangsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvar er náttúruelskendurnir?

Hafa menn ekki ferðast til Þýskalands eða til Kaliforníu og séð skaðan sem þessar vindmillur sem skila littlu rafmagn hafa gert landslaginu.

Hvar er Ómar Ragnarsson núna?

Þessar vindmillur eiðileggja fallegt landslag og fyrir utan það PETA hér í BNA er ekki hrifin af þessum vindmillum. þær drepa of marga fugla.

Kveðja frá olíuhöfuðbrg BNA, Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 23:00

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Veriði ekki svona assskoti neikvæðir strákar.Þetta er bara tilraun.Næst er að setja nokkur stikki undir Eyjafjöllunum.Svo má líka hugsa sér að veita fallorkunni inn í þvottahúsin og spara helling rafmagn fyrir þvottavélarnar.Hengja svo þvottinn út í 20 vindstigum.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2013 kl. 23:24

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er sjálfsagt að fara í upplýsingaöflun á Íslandi.  Það liggur þó líklega ekki mikið á í þeim efnum.  Í sjálfu sér hefði dugað í bili að fá upplýsingar um að raforkuverð sem vindmyllur geta boðið upp á er varla samkeppnishæft á Íslandi.

En þær geta þó líklega átt rétt á sér mjög nærri notenda, þar sem hann gæti þá sparað sér dreifikerfiskostnaðinn.  Vandinn er hinsvegar með afhendingaröryggið.

En það er full ástæða að fara að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar "græna" hagkerfið er að hafa víða um lönd.

Gríðarlegar niðurgreiðslur til þess hafa haft í för með sér síhækkandi raforkuverð, sem aftur leiðir til vaxandi eldiviðarnotkunar og þar með aukinnar mengunar.

Það er líka merkilegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Landsvirkjun, sem forstjórinn fullyrti að myndi missa allan aðgang að lánsfé ef Íslendingar samþykktu ekki IceSave samningana, skuli hafa fé handbært í tilraunir sem þessar.  

Ef til vill væri arðsamara að greiða niður skuldir?

G. Tómas Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 05:05

4 identicon

1. Vindmyllurnar eru staðsettar við önnur orkuver og samnýta flutningskerfið með þeim.

2. Aflinu sem tekið er úr vatninu er nú þegar stýrt svo auðvelt er að spara það þegar vindurinn gefur vel af sér, en bæta svo í þegar vindur er of lítill eða of mikill.

Þetta þarf þess vegna ekki að vera algalið.

ls.

ls (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 14:15

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vandamálið við einkavindmillur er að það verður að vera eign þjóðarinnar samkvæmt nýju Stjórnarskráni, allar náttúruauðlindir er eign þjóðainar.

Vindur er náttúruauðlind er það ekki?

Vindmillur eru ekki góður raforkugjafi, bæði dýrt og ekki hægt að stóla á framleiðslu 365 daga ársins og allan sólarhringinn. Svo gera þessar vindmillur landslagið svo ljót.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 14:22

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að vindmyllurnar samnýti flutningskerfið gerir orkuna frá þeim ekki ódýrari fyrir endanotandann.

Það er aðeins ef vindmyllan er byggð þar sem raforkan á að nýtast og notandinn sleppur þar með við að borga fyrir flutningskostnað að mikill kostnaður sparast.

En er þörf að spara vatnið?

Veit ekki hvort að vindurinn er sameign eða ekki, en það er rétt að vindmyllur er ekki fagrar. En það má t.d. setja vindmyllur á þök háhýsa, en þess að það sé til lýta. Það getur sparað ef orkan er nýtt á staðnum.

G. Tómas Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 15:28

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að á íslandi ætti að sleppa vindmillum engin þörf fyrir þær og þær skemma bara fagurt land.

Já, það er eitt af því sem vantar í nýja Stjórnarskrárfrumvarpið skilgreining hvað er náttúruauðlind.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband