Fagnaðarefni fyrir alla sem aðhyllast fríverslun

Það eru vissulega fagnaðartíðindi að Bandaríkin og Evrópusambandið hyggist taka upp fríverslunarviðræður.

En það er auðvitað langt í frá að slíkar samningaviðræður verði auðveldar, eða að öruggt sé að þeir leiði til niðurstöðu, eða að sú niðurstaða verði jafn mikið fagnaðarefni og þessi tilkynning er.

Það hafa verið margar "skammstafanir" sem hafa átt að auvelda og auka viðskipti á milli þessara tveggja af stærstu viðskiptaveldum heims.

NTA, NTMA; TAD, TED og Tafta, svo nokkrar séu nefndar.

En auðvitað er engin sértök ástæða til þess að vera með óþarfa svartsýni og vonandi eiga þessar viðræður eftir að ganga vel og skila samningi sem verður góður fyrir alla aðila.

Sérstök ástæða er til að fagna þeim vilja sem hefur heyrst, um að endanlegur samningur yrði opin fyrir nýjum þátttakendum, sem sýndu vilja og áhuga á að gerast aðilar að honum.

Fríverslunarsamningur hlýtur sömuleiðis að taka á öllum þeim óbeinu markaðshindrunum sem hafa verið byggðar upp á milli Bandaríkjanna og "Sambandsins".  Það verður ekki auðvelt viðureignar, en er þó mun mikilvægara en sjálfir tollarnir.

Tollarnir eru í raun alls ekki háir, en eru þó gríðarlegar upphæðir vegna umfangs viðskiptianna. Það eru hins vegar gríðarlegur fjöldi reglugerða og krafna tengdum þeim sem eru helsta hindrun fyrir vaxandi viðskiptum.

En það munu verða mörg ljon í veginum, fyrsta ljónið sem kemur óneitanlega upp í hugann er landbúnaðarafurðir.

Þar er sterk tilhneyging til verndar og niðurgreiðslna beggja vegna Atlantshafsins (og í því miðju líka) og ekki líklegt að eftirgjöf þar komi auðveldlega.

Hneyksli eins og nú tröllríður "Sambandinu" eru svo vatn á myllu þeirra sem vilja óbreytt ástand Vestanhafs og hormónar og erfðabreytt matvæli verða  væntanlega fyrirferðarmeiri í umræðunni austan megin hafsins.

En samningaviðræður sem þessar ættu að verða Íslendingum hvatning til að leita eftir frekari fríverslunarsamningum.

Verði þessi fyrirhugaði samningur með þeim formerkjum að öðrum ríkjum verði gert kleyft að verða aðilar að honum, getur hann orðið Íslendingum gríðarlegt tækifæri.

En samningur sem þessi (ef af verður) ætti altent að verða milliríkjaviðskiptum mikil lyftistöng og myndi auðvelda innflutning frá Bandaríkjunum inn á EEA/EES svæðið og nýtast Íslendingum þannig.

Þessi fyrirhugaði samningur er því þeim sem aðhyllast aukna fríverslun fagnaðarefni.

P.S.  Bjartsnýnustu raddir tala um að ná að loka samningum á u.þ.b. 2. árum (hljómar kunnuglega ekki satt?).   Það held ég að sé gríðarleg og óþörf bjartsýni.

En það væri vissulega merkilegt ef að "Sambandið" næði fríverslunarsamningum við Bandaríkin á 2. árum, en aðildarviðræðum þess við Ísland hefur ekki tekist að ljúka á 4.  Þó hafa erfiðustu kaflarnir verið geymdir.

En persónulega hef ég ekki trú á því a Obama verði í embætti þegar samningur verður tilbúinn, það er að segja ef það tekst yfirhöfuð að ljúka honum með ásættanlegum hætti.

 

 


mbl.is ESB og Bandaríkin ræða um fríverslunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú ert að grínast er það ekki:

"En samningaviðræður sem þessar ættu að verða Íslendingum hvatning til að leita eftir frekari fríverslunarsamningum"

Rafn Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 15:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nei, ég er ekki að grínast.

Ert þú á móti því að Ísland geri fleiri tvíhlða fríverslunarsamninga?

Ég tel ótvírætt að þessi ákvörðun geti leitt til þess að mörg lönd fari að íhuga frekari fríverslunarsamninga og Íslendingar ættu tvímælalaust að notfæra sér það.

G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 16:29

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - ég er EKKI á móti svona samningum. mér sýnis aftur á móti að þið nei sinnar séu á móti svona samningum og síðustu ríkisstjórnir. við virðumst bara vilja 'einhliða' samninga. svo held ég að okkur gangi illa að fara eftir gildandi samningum

Rafn Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 17:50

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að gera tvíhliða samninga er mjög hagstætt fyrir Íslendinga.  Tvímælalaust ætti að gera meira af þeim.

Það hafa einmitt verið rök fjölmargra þeirra sem ekki vilja ganga í "Sambandið", heldur halda ölum möguleikum Íslendinga opnum og viðhafa frjáls viðskipti sem víðast.

Bara sem litið dæmi, þá vonast "Sambandið" til að koma á fríverslunarsamningum við Kanada fljótlega.

Ísland hefur þegar fríverslunarsamning við Kanada, í gegnum EFTA.  Sá samningur var undirritaður árið 2008 og tók gildi 2009.

Hvað hefur þú fyrir þér í því að segja að Íslendingum gangi illa að fara eftir gildandi samningum?  Hefur þú einhver dæmi að nefna um slíkt?

Um að gera fyrir Íslendinga að "múra" sig ekki inn í "Sambandinu", heldur að leggja "netin" sem víðast.

G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 17:58

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eitt dæmi ætti að duga. innflutningur á landbúnaðarvörum. allt og ég meina ALLT gert til að stoppa hann af og við eru bara að tala um nokkur - hvað kíló

Rafn Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 18:21

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég veit að Íslendingar hafa í gildi strangar takmarkanir.

En ég hef ekki heyrt um nein tiltekin dæmi þar sem samningar hafa verið brotnir þar um.

Þú nefndir heldur ekki slíkt dæmi.

En það væri vissulega fróðlegt að heyra ef þú hefur dæmi um vísvitandi brot Íslendinga á gerðum samningum. Slíkt á auðvitað ekki að líðast.

G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 18:32

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég hef engin dæmi um slík brot EN við vitum báðir um hvað er talað

Rafn Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 20:35

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nei ég veit ekki um hvað  þú ert að tala.

Það er tvennt ólíkt að standa fastir fyrir í vernd fyrir Íslenskan landbúnað (sem ég er ekki of hrifin af, en það er önnur saga), og að bera upp á Íslensk stjórnvöld að standa ekki við gerða samninga og eins og þú gerðir.

Nú þekki ég ekki slík dæmi og þú virðist ekki geta nefnt neitt heldur.  Það er frekar ómerklileg framkoma að væna einhvern um samningsbrot án þess að geta bakkað það upp.

G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 20:55

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

við gerum meira en að "fastir fyrir í vernd fyrir Íslenskan landbúnað". við gerum ALLt til að stoppa innflutning. ég vændi engan um samningsbrot - við bara tulkum samninganna mjög þröngt. en auðvitað veist þú ekkert um það

Rafn Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 21:16

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að segja, eins og þú gerðir hér i athugasemd að ofan "... svo held ég að okkur gangi illa að fara eftir gildandi samningum", er auðvitað ekkert annað en að væna Íslendinga um að standi ekki við gerða samninga, sem er samningsbrot.

Íslendingar, sem og margir aðrir, túlka samninga gjarna þröngt.  Það er allt annað en að eiga í erfiðleikum með að fara eftir þeim.

En það er langt í frá einsdæmi að ríki standi fast á sínu og veiti landbúnaði sínum vernd.

Legg til að þú kynnir þér hvernig staðið er að innflutningi á landbúnaðarafurðum til "Sambandsins" sem og t.d. landa eins og Kanada.

G. Tómas Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband