12.2.2013 | 11:50
Erlendur áróður með velþóknun ríkisstjórnar Íslands
Þetta er réttmæt og sjálfsögð ályktun hjá Framsóknarflokknum. Það færi vel á að aðrir Íslenskir stjórnmálaflokkar tækju undir hana og ályktuðu í svipuðum dúr.
Auðvitað er það gersamlega óásættanlegt að erlend ríki og ríkjasamband stundi stórfelda á- og undirróðursstarfsemi á Íslandi.
Taki þannig því sem næst beinan þátt í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar, með því að vinna af krafti að stefnumálum sumra stjórnmálaflokka og gegn stefnu annara.
Eðlilega verður tekist á um Evrópusambandsaðild í komandi kosningum.
Á Íslandi eru nú þegar starfandi félög fyrir já og nei afstöðu til "Sambandsins".
Þeim er fyllilega treystandi til þess að kynna málið fyrir Íslendingum.
Ákvörðunin er Íslendinga einna, það ætti kosningabarátta einnig að vera.
Það er erlent ríkjasamband skuli stunda hér skefjalausan áróður er Íslenskum stjórnvöldum til skammar.
Það sem gerir málið ennþá verra, er að þau horfa með velþóknun á. Því erlendi áróðurinn hentar stefnu þeirra.
Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Vel og réttvíslega mælt, Tómas. Við erum alveg sammála þér.
F.h. samtakanna, JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 13.2.2013 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.