11.2.2013 | 20:03
Og almenningur borgar eða hvað?
Hér er gott dæmið um ruglið sem veður uppi í Íslenskum sjtórnmálum og ríkisvæðingu stjórnmálastarfs.
Skattgreiðendur eru látnir borga fyrir alls kyns aðstoðarstoðarfólk og formenn stjórnálaflokka fá aukasporslur. Rétt eins og það sé ríkisstárf að vera formaður stjórnmálaflokks, og sjálfsagt sé að skattgreiðendur greiði fyrir það.
Þannig lítur út fyrir að með því að nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hafi, vegna þess að honum tókst ekki að komast í ríkisstjórn, tekist að koma enn einum starfsmanni Samfylkingarinnar á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Sjálfsagt nýtist Samfylkingunni starfskraftar Þórunnar Sveinbjarnardóttur nú fyrir komandi kosningar. En það er auðvitað út úr öllu korti ef Íslenskri skattgreiðendur þurfa að standa straum af launum hennar.
Nú vonast ég eftir því að yfirlýsinga komi frá Samfylkingunni fljótlega um að flokkurinn muni ekki nýta sér þessa heimild, fyrir aðstoðarmanni fyrir formann sinn, og greiði Þórunni laun hennar úr flokkssjóði.
En það sem er þó ennþá brýnna er að Alþingismenn taki höndum saman og vindi ofan af ríkisvæðingu kostnaðar Íslenskra stjórnmála.
Greiðir úr flækjum fyrir Árna Pál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Athugasemdir
Þetta á að sjálfsögðu ekki að líðast.En þessum reglum er komið á af flokkunum(þingmönnum) sjálfum svo um sjálftöku er að ræða.Það er vissulega kominn tími til að þjóðin rísi upp gegn ofurvaldi stjórnmálaflokkanna.En það er eitt sem víst er að Þórunn hefur yfrið nóg að gera í þessu starfi.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.2.2013 kl. 20:15
Gat hann nú ekki valið frambærilegri manneskju en þetta? Ætlar hún að kenna honum að hoppa út um víðan völl eða hoppa á staði þar sem sólin skín sjaldnar?
Davíð Ottóson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:21
Ja hérna hér.
En þarna ná endar náttúrulega saman hjá Þórunni með fín laun í náminu.
Var það ekki örugglega nám í siðfræði?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:25
@Jósef. Ég er sammála því að sá einstaklingur sem tekur að sér að greiða úr flækjum fyrir Árna Pál og Samfylkingunar mun hafa nóg að gera.
Ég hef engar áhyggjur af því að Þórunn sitji auðum höndum.
Það á hins vegar að skera af greiðslur og styrki t.d. til formanna stjórnmálaflokka. Það er ekki ríkisstarf að vera formaður stjórnmálaflokks.
Það er enn síður ásættanlegt að með því að halda Árna Páli utan ríkisstjórnar skuli Samfylkingin komast upp með það að bæta einn einum Safylkingnum á ríkisspenann.
G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2013 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.