Stjórn, stjórnarandstaða og .....

Það er stórskemmtilegt að lesa þessa frétt.

Þessi setning segir ef til vill flest það sem segja þarf um Íslensk stjórnmál, akkúrat í "dag".

 Þrír þingmenn Hreyfingarinnar og tveir þingmenn Bjartrar framtíðar studdu dagskrártillöguna. Þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn henni, en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá.

Það eru þrír hópar á Alþingi í dag.  

Ríkisstjórnin, stjórnarandstaðan og svo Hreyfingin og Björt framtíð.  Björt framtíð og Hreyfingin hafa í meginatriðum límt sig við ríkisstjórnina og tryggt henni líf.

Auðvitða vilja þeir hópar stundum fá eitthvað fyrir sinn snúð(stuðning).

Og þegar það lítur út fyrir að ætla að bregðast, þá vill kastast í kekki.

Í dag eiga 6 stjórnmálaflokkar þingmenn á Alþingi.  Þess til víðbótar eru þingmenn utanflokka.

4 þessara stjórnmálaflokka hafa hingað til viljað halda ríkisstjórninni á lífi. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Hreyfingin.

Stjórnarandstaðan er 2. flokkar.  Sjálfstæðisflokkur og  Framsóknarflokkur.  Framsóknarflokkurinn hefur þó varla verið  heilsteyptur í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu.

Þessi staða "stjórnarandstöðunnar" hefur gert núverandi ríkisstjórn kleyft að halda sér á lífi, með klækjastjórnmálum, krepptum hnefa og hrossakaupum.

Hvers kyns stjórnmálamenn eru það sem telja að stjórnarskrá Íslendinga eigi ekki skilið meiri virðingu en en breytingar séu keyrðar í gegn um Alþingi, hugsanlega með afar naumum meirilhluta, undir kringumstæðum sem þessum?

Kosningar geta ekki orðið degi of snemma þegar slíkir einstaklingar fara með löggjafarvald þjóðarinnar.


mbl.is Segir að stjórnin eigi að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, áhugaverð skrif.

Þótt Þór Sari og hans samflokksmenn haldi einhver leikrit á Alþingi er útilokað að þau muni taka þátt í að fella stjórnina. Hreyfingin mun halda þessari stjórn á lífi þrátt fyrir alla leikþættina.

Ástæðan er einföld, þegar lífi þessarar stjórnar lýkur, lýkur einnig setu þessa fólks á þingi. Þessi ríkisstjórn mun lifa fram á síðasta dag, fyrir stuðning Hreyfingarinnar.

Gulli (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:07

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já Gulli, vegna Stjórnarskrármálsins.

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2013 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband