11.2.2013 | 17:28
Skyldi lausnin vera "meiri Evrópa" eða meira nautakjöt?
Við flestum krísum sem koma upp í Evrópusambandinu, segja ráðamenn þess að lausnin sé "meiri Evrópa" (á mannamáli þýðir það meiri miðstýring, meiri samþáttunum, eftirgjöf fullveldis o.s.frv).
Það verður fróðlegt að sjá hver verða viðbrögði forystumanna "Sambandsins" við hinni "hneggjandi nautakjötskrísu".
En vandamálið liggur ef til vill ekki síst í miðstýringunni. Í þeirri trú að sama gerð af stimpli í Búkarest tryggi að allt sé eins og ef sami stimpill sé notaður í Bristol, eða Bolungarvík.
Fyrirtæki sem vilja tryggja neytendum gæðavöru, verða að hafa yfirsýn yfir öll aðföng. "Miðstýrðir stimplar" tryggja ekki gæði.
Það dugar ekki að treysta á "ferlið".
En hvers vegna kaupir fyrirtæki í Frakklandi, sem framleiðir vörur fyrir Evrópumarkað, þar á meðal Bretland, hráefni frá Rúmeníu, í gegnum Holland og Kýpur? Landið sem vekur sértaka athygli í birgjakeðjunni er Kýpur.
En lausnin við þessari krísu er ekki "meiri Evrópa", heldur meira nautakjöt. Það þarf að vera 100%.
Það fæst með því að gera fyrirtækin ábyrg fyrir sinni vöru. Ekki að leyfa þeim að skjóta sér á bak við birgja. Ekki leyfa þeim að skjóta sér á bakvið að varan hafi verið með "réttu" stimplana. Ábyrg fyrirtæki vita hvað þau kaupa og þá um leið hvað þau selja.
Eitt af því sem fylgir meiri miðstýringu, meiri samþættingu og meiri samruna er meiri "pappírsvinna", meiri skriffinska, meiri kostnaður.
Það hefur gert risafiyritækjum auðveldara fyrir að sækja fram gegn þeim smærri.
Þá verða "ferlarnir" með þeim hætti að að Franskt fyrirtæki, frameiðir lasagna, úr Rúmensku hráefni, sem það kaupir í gegnum Holland og Kýpur, til þess að selja í Bretlandi, Danmörku, Íslandi og víðar.
Það eykur líkurnar á "hrossaprangi", þó að það geti vissulega lækkað verð.
Frá haga, til Hollands, til Kýpur, til Frakklands, til Bretlands, til Íslands, í maga, er ekki nauðsynlega framför, þó að það geti stundum verið ódýrara.
Er ekki rétt að halda því til haga?
Deilt um hrossið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heilbrigðismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.