10.2.2013 | 10:45
Þarf þá ekki bara mikið meira eftirlit?
Hrossakjötssala hefur víst verið mun meiri í Bretlandi en þeir höfðu hugmynd um. Það var ekki einu sinni að þeir kvörtuðu yfir því. Þeir höfðu einfaldlega ekki hugmynd um það.
Það er ekki til eftirbreytni að svíkja neytendur og fá þá til að leggja sér til munns matvæli sem þeir kæra sig ekki um.
Sumir tala jafnvel um að þetta athæfi geti verið hættulegt heilsu þeirra sem neyta hrossakjötsins, þar sem meira hætta sé á "lyfjaleifum" í hrossakjöti, vegna mismunandi reglugerða. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki vit á því.
En mér flaug hins vegar í hug þegar ég hef verið að sjá fréttir um hið "hneggjandi nautakjöt" sem Bretar hafa verið gabbaðir til að snæða, "stóra Íslenska iðnaðarsaltshneykslið".
Þá voru ýmsir sem veltu upp þeim fleti að þetta væri eitt af því sem sannaði að Íslendingar væru betur komnir í "Sambandinu". Þeir væru ekki þess umkomnir að hafa eftirlit með sjálfum sér og matvælum.
Það væri sko eitthvað annað í "Sambandinu" þar væri matvælaeftirlit ekkert grín.
En hrossakjötssvindlið er auðvitað "Sambandshneyksli". Neyslan fer fram í Bretlandi og Írlandi, en þræðirnir berast til Póllands, Frakklands, Hollands, Rúmeníu og ef ti vill víðar.
Ekki er heldur langt síðan "litað" svínakjöt frá A-Evrópu var selt sem nautakjöt innan Evrópusambandsins.
En er þetta þá ekki allt Evrópusambandinu að kenna?
Þarf ekki einfaldlega að stórauka allt eftirlit? Ráða fullt af fólki sem fer yfir alla "ferla" og leysir vandamálið?
Það er ekki mín skoðun.
Það er engan vegin rétt að kenna "Sambandinu" um málið, ekki frekar en að það var rétt að segja að Íslensk stjórnvöld eða Íslenskt kerfi væri óhæft.
Það er heldur ekki þörf á því að stórauka eftirlitið.
Það er einfaldlega þörf á því að breyta vinnubrögðunum.
Fyrirtæki eiga að hætta að treysta á "ferlið". Framleiðandi á að vera ábyrgur fyrir sinni vöru. Vottorð sem er gefið út fyrir kjöt í einu landi og búið að fara í gegnum nokkur önnur er einfaldlega ekki nóg, jafnvel þó að öll löndin séu í "Sambandinu".
Það ku finnast breyskir einstaklingar þar sem annars staðar.
Lausnin er ekki að auka eftirlitið þangað til það verður óþarft vegna þess að enginn hefur efni á því að kaupa kjöt.
Líklega er betra að eftirlitið sé "lókal", en það sem miðstýrt. Rétt eins og í bankamálunum er betra að eftirlitið fyrir matvæli sem neyta á í Bretlandi, sé í Bretlandi, en að það sé í Búlgaríu, Rúmeníu eða Frakklandi.
Ef til vill er meiri þörf fyrir að "rannsaka" vöruna sem er til sölu í kæli- og frystiborðum, en að fylgjast með þeim húsakynnum þar sem hún er unnin.
Sama gildir um rökin að Ísland þurfi að ganga í "Sambandið" til að uppræta spillngu á Íslandi. Skora á þá, sem það halda að fylgjast með fréttum úr frá ríkjum "Sambandsins.
Hóta að fara í mál vegna hrossakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heilbrigðismál, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Skildi þetta vera hrossakjöt héðan. Kannski er þetta sem við þurfum að varast ef við forum að hrúga inn matvæðum frá ESB. Við munum aldrei vita hvaðan kjöt kemur. Við vitum hvaðan fiskurinn okkar kemur og við vitum hvaðan kjötið okkar kemur og hvað það étur í báðum tilfellum er það ekki að éta mengaðan mat úr náttúru meginlandsins sem við tilheyrum ekki.
Valdimar Samúelsson, 11.2.2013 kl. 10:27
Það sem þarf líklega að óttast mest á Íslandi og í Evrópusambandinu, hvað varðar matvæli er óheiðarlegir einstaklingar.
En langar birgðaleiðir auka hættuna á því mikið.
Hvers vegna er Franskt fyrirtæki sem frmleiðir matvæli fyri Bretland og fleiri markaði að kaupa hráefni frá Rumeníu, í gegnum fyrirtæki í Hollandi og Kýpur?
Vissulega hljómar það sem "SamEvrópskt" verkefni og framleiðsla, en hver er "hagræðingin" sem er fólgin í því?
G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2013 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.