Þetta þýðir einfalldlega að Árni Páll hefur ekki stuðning til þess í þingflokki Samfylkingarinnar að taka við forsætisráðherraembættinu.
Líklega er það ekki flóknara en það.
Að njóta stuðnings flokksmanna er einfaldlega annað en að njóta stuðnings þingflokksmananna.
Jóhanna vill fá að halda áfram "stríðsrekstrinum" eins lengi og mögulegt er.
"Hernaðarandstæðingar" innan Samfylkingarinnar hafa ekki vopnin (pun intended) til að stöðva "stríðsreksturinn" eða til þess að fá hnefann til að síga.
Auðvitað getur það Hrannað upp vandamálum fyrir nýkjörinn formann Samfylkingarinnar.
En það getur líka verið kostur að vera utan óvinsællar ríkisstjórnar.
En spurningin er hvernig það mun ganga að fá kjósendur til að gera greinarmun á óvinsælli ríkisstjórn sem Samfylking leiðir og formanns Samfylkingarinnar?
En nær formaður sem ekki nær valdi á "eigin" þingflokki, valdi á einhverju öðru?
Ekki ástæða til breytinga á ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Orðheppin er spurningin hér í fyrirsögninni !
En Árni Páll virðist ætla að falla á 1. prófinu sem formaður: hyggst engu breyta í ráðherraskipan flokksins til kosninga! Hann verður þá ekki dæmdur í kosningabaráttunni af verkum sínum sem forsætisráðherra né af neinum tilþrifum í því hlutverki. Treystir hann sér ekki að taka slaginn?
Og var ekki Jóhanna búin að lofa flokksmönnum sínum og landsmönnum öllum að hún ætlaði að draga sig í hlé? Þvílík fjöldavonbrigði, ef ekki verður af því. Það er löngu kominn tími til, að hana dagi uppi eftir sínar ömurlegu Icesave-aðfarir gegn þjóðinni. Á því sviði hefur ÁPÁ þó allmikið hreinni skjöld en sú gamla.
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 19:29
... allmiklu hreinni ... !
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.