Euroið er að ýmsu leyti "óeðlileg áhrif á gjaldmiðla". Frakkland uppgötvar kosti þess að deila gjaldmiðli með Þýskalandi

Það hefur nokkuð verið fjallað um viðleitni ýmissa ríkja til þess að verðfella gjaldmiðla sína undanfarnar vikur.  Sumir hafa gengið svo langt að tala um gjaldmiðlastríð.

En stærsta verðfelling gjaldmiðils gerist á Eurosvæðinu, þar sem segja má að "Norðurríkin", sérstaklega Þýskaland, verðfelli gjaldmiðla sína á hverjum degi með því að tengja þá við gjaldmiðla "Suðurríkjanna".

Þetta er það sem er kallað euro.

Svissneski seðlabankinn kaupir euro í gríð og erg, og prentar til þess Svissneska franka.  Síðan fer hann með euroin og kaupir erlend ríkisskuldabréf.  Að stórum hluta Þýsk, Bresk og Frönsk.

Þetta er ekki vegna þess að Sviss gæti ekki unnt gjaldmiðli Grikklands, Portugal eða Spánar að falla.  En Sviss má ekki við því að samkeppnisstaða Þýskalands verði enn betri.

Það sama má segja um Japani.  Þeir mega ekki við því að Þýskur bíla og hátækni iðnaður fái betri samkeppnisaðstöðu.  Því prenta þeir nú yen sem aldrei fyrr.  Ekki til að jafna aðstöðu sína gagnvart Ítölum, Gríkkjum eða Frökkum.  Nei, það er samkeppnisstaðan gegn Þýskalandi sem skiptir máli.

Bretar og Bandaríkjamenn hafa heldur ekki legið á liði sínu í seðlaprentuninni.

Þannig styrkist euroið og samkeppnisstaða fyrirtækja innan Eurosvæðisins versnar svolítið.

Vandamálið er að "Norðurríkin", sérstaklega Þýskaland, mega við því.  En "Suðurríkin" og þar með talið Frakkland mega ekki við frekara tapi á samkeppnishæfi.

Það má segja að þetta sé nokkurn vegin vandamál Eurosvæðisins í hnotskurn.

Á síðasta ári tókst vel til að lengja í snörunni, en ennþá á eftir að finna aðferð sem allir sætta sig við til að koma svæðinu úr henni.

Síðan euroið kom til sögunnar hefur samkeppnishæfi Frakklands hægt og rólega sigið niður á við.  Það sama hefur viðskiptajöfnuður landsins gert.

Hollande er að kynnast "kostum" þess að deila gjaldmiðli með Þýskalandi.  Atvinnuleysi eykst hröðum skrefum og fyrirtæki eru sífellt að tilkynna um lokanir eða samdrátt í Frakklandi.

Þannig verður ástandið í löndum þar sem gjaldmiðillinn dregur ekki dám af efnahagsástandinu í landinu, heldur jafn mikið eða meira af ástandinu í nágrannalandinu.

Það er merkileg staðreynd að þeir skuli finnast sem vilja ekkert frekar en að þetta verði hlutskipti Íslendinga.

Ef til eru þeir sannfærðir um að efnahagslífið á Íslandi muni slá í fullkomnum takti við það Þýska, og allt verði eins á Íslandi og í Þýskalandi.  Kauphækkanir verði þær sömu, lágmarklaun verði aðlöguð að Þýskalandi og svo framvegis.  Fiskverð hækkií takt við útflutning Þýskalands og bjór og vextir verði á svipuðu róli.

En það þarf ekki að horfa lengi yfir Eurosvæðið til að sjá að sú hefur ekki orðið raunin hjá öðrum ríkjum.

Enn og aftur er ástæða til  að hvetja Íslendinga til að kynna sér málin.  Ekki láta sér slagorð og fullyrðingar duga, heldur kynna sér hvað er gert og hvað er að gerast í löndum "Sambandsins" og á Eurosvæðinu.

Atvinnuleysistölur eru ekki versti staðurinn til að byrja á.

 

 


mbl.is Hátt gengi evrunnar ógnar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband