31.1.2013 | 05:29
Hláturinn lengir lífið. IceSave og húsnæðisvandræði Samfylkingarinnar
Það er sagt að hláturinn lengi lífið. Það verður þá að teljast nokkuð líklegt að ég komi til með að lífa heldur lengur en annars var útlit fyrir. Svo dátt hló ég nú í morgunsárið.
Ég fór inn á vefsíðuna Andríki, og sá þar skemmtilega og vel myndskreytta frásögn af fyrirhuguðum fundi Samfylkingarinnar um hugsanlegar afleiðingar dómsins í IceSave málinu.
En því miður fór það svo að vegna húsnæðisskorts varð að fresta fundinum. Það skelfilegt til þess að hugsa að Íslendingar skuli hafa farið á mis við þessa fræðslu vegna húsnæðisskorts.
Líklega myndi Árni Þór Sigurðsson, segja að hér sé um algera tilviljun að ræða. Þær hafa víst verið algengar í IceSave málinu.
P.S. Tók þessar myndir af vefsíðu Andríkis, hvorki með þeirra samþykki né Samfylkingarinnar. Vona að mér fyrirgefist sá verknaður. Hvet alla til að fara reglulega á vef Andríkis. Virkilega góð vefsíða.
Meginflokkur: Grín og glens | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Stórfenglerg! Hahahaha. Villi hefur væntanlega haft niðurstöðuna á hreinu. Djöfull vildi ég sjá ræðuna hans. Hann væri ekki að tala um afleiðingar þess að við hefðum unnið málið.
Mátulegt á hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 05:57
Það var líkt þeim að geta ekki sagt satt um ástæður þessarar afboðunnar. Þetta lið hefur aldrei sagt satt orð.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 05:59
Þetta er óborganleg snilld.
Dreg það ekki í efa eitt augnablik að hver einasti félagsmaður hefur beðið þessa fundar með óþreyju, til þess að fá loksins tækifæri til þess að baða sig upp úr tapinu sem þeir voru búnir að þrá svo lengi.
Tilvist þessa flokks byggist fyrst og fremst á sjálfsfyrirlitningu sem verður að næra reglulega. Núna er krísa hjá SF, því það er ekkert verra á þeim bænum en að þurfa að horfa upp á fólk sem stendur í lappirnar hafa sigur.
Seiken (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 09:02
Veltið fyrir ykkur innrætinu hjá þessu fólki sem styrir Samfylkingunni. Hvers vegna sögðu þau ekki: Sökum þess að afleiðingar Icesave dómsmálsins eru engar verður fundurinn sleginn af.
Það er ekki hægt, heldur er frekar borðið fyrir sér afsökun sem nær ekki nokkri átt. Vonbrigðinn með niðurstöðuna skín útúr afboðunni.
Jón Þór Helgason, 31.1.2013 kl. 13:34
Ég held að þetta sé nokkuð sígilt dæmi, þar sem viðbrögðin við atburðum er það sem vekur athygli, ekki síður en atburðurinn sjálfur.
En hitt er svo ekki alveg rétt, að afleiðingarnar verði engar. Flestir eru þeirrar skoðunar að afleiðingarnar verði jákvæðar.
En það er líklega ekki messunnar virði og ástæðulaust að halda fund á þeim nótunum.
G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2013 kl. 15:20
þetta er rétt ályktað hjá þér. En það var greinilega búið að hlaða í byssurnar fyrir slæmum tíðinum, sama hversu léttvæg þau slæmu tíðini voru.
Jón Þór Helgason, 31.1.2013 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.