28.1.2013 | 13:29
Að standa í fæturna og hafa sigur
Það eru gríðarlega góð tíðindi að Ísland skuli hafa haft fullan sigur í IceSave málinu. Það er gríðarlega stór sigur að Íslensk sjónarmið skuli hafa orðið ofaná.
Fyrst og fremst er það sigur þeirra Íslendinga sem fóru og kusu gegn IceSave samningunum og létu hótanir og dómsdagsspár sem vind um eyru þjóta og treystu sinni eigin ákvörðun.
Þessi niðurstaða er einnig stór sigur fyrir forseta Íslands. Hann hafði hugrekki til að senda málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í tvígang.
Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir samtök á við Advice, InDefence og Samstöðu þjóðar. Þau kynntu málavexti, bæði erlendis og fyrir Íslendingum. Íslendingar geta verið þeim þakklátir.
Það er líka rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að þessi niðurstaða er sigur lýðræðisins. Sigur þess lýðræðis sem hann og félagar hans í ríkisstjórninni vildu ekki að Íslenskir kjósendur fengju að njóta.
Mikil er skömm þeirra ráðherra, s.s. Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, sem gengu svo hart fram gegn þjóðaratkvæðagreiðslu, að þau höfnuðu að taka þátt í þeirri lýðræðisframkvæmd.
Það er líklega einsdæmi að forsætisráðherra neiti að taka þátt í lýðræðislega ákveðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er arfleifð sem Jóhanna Sigurðardóttir tekur með sér þegar hún fer á eftirlaun.
Þessi niðurstaða er líka sigur almennrar skynsemi en áfellisdómur yfir öllum "snillingunum" sem spáðu fyrir um Kúbur og Kóreur og efnahagslega dómsdaga.
Þessi niðurstaða er líka stór sigur fyrir almeninng um allt EEA/EES svæðið sem fá það staðfest að það sé ekki nauðsynlegt að almenningur sé látinn axla ábyrgð á innistæðum við fall einkabanka.
Það eru ríkar ástæður fyrir Íslendinga til að fagna í dag. Íslenskir kjósendur stóðu í fæturnar, gáfu ekki eftir rétt sinn og höfðu fullan sigur.
En það er sömuleiðis ríkar ástæður til að halda til haga ferlinu í þessu máli og draga af því lærdóm.
Því miður virðast býsna margir stórnmálamenn vilja gleyma því í fagnaðarlátunum.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir hvert orð hjá þér G.Tómas, þetta er ekta íslenskur sigur þjóðarinnar yfir pólitískri elítu og ofríkispésum þessa lands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 15:18
Nú spyr ég bara eins og bláeyg ljóska: hver á að borga þetta? Eru það hollenska og enska ríkið?
Lóa (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:28
Nú er ég ekki hundrað prósent á hvað þú meinar, þegar þú segir "þetta".
En þessi dómur breytir ekki því sem hefur verið í gangi, að þrotabú "gamla" Landsbankans borgar þær skuldir sem eru í forgangi, og svo ef þær greiðast upp hlutfalla af öðrum skuldum. Hvað mikið það verður fer eftir því hvernig gengur að selja eignir þrotabúsins og á hvaða verði.
Það sem breyttist fyrst og fremst er að það var viðurkennt að Íslenska rikið (skattgreiðendur) ber ekki ábyrgð á þeim skuldum. Íslenskir skattgreiðendur eru ekki í óendanlegri ábyrgð fyrir Innistæðutryggingsjóð þeim sem Íslendingar komu á fót í samræmi við þær reglur sem giltu á Evrópska efnahagssvæðinu.
Það sem Hollenska og Breska ríkið hafa þegar greitt út til innistæðueigennda, var að þeirra eigin frumkvæði, og hefur í sjálfu sér enga lagastoð. Þeir yfirtaka hins vegar kröfur þeirra sem þeir greiddu til.
Vona að þetta svari spurningu þinni, að minnsta kosti að hluta.
G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 16:38
Ásthildur. Ég er sammála því. Fyrst og fremst er þetta sigur hins almenna Íslenska kjósanda.
Hann hafði það hugrekki sem stjórnmálamenn skorti (að örfáum undanskildum).
En það er líka þarft að hafa það í huga að þjóðaratkvæðagreiðsla um mál á borð við IceSave, er eitt af því sem stjórnlagaráð vill taka af Íslendingum, ef tillögur þeirra myndu ná fram að ganga.
Þeir treysta heldur ekki kjósendum.
G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.