20.5.2006 | 14:40
Hljóma eins og andstæður
Orðin danskt og skyr, hljóma eins og andstæður. Í huga mér er skyrið svo íslenskt að fátt er íslenskara. Skyrið er enda eitt af því sem ég sakna hvað mest hér. Það má reyndar búa til "skyrlíki", úr jógúrti, en það er aldrei alveg það sama.
En það er gott að hægt sé að nota skyrið til "útrásar", reyndar held ég að það sé heillavænlegra að fara þessa leið, frekar en að flytja skyrið út frá Íslandi eins og stundum er gert. Staðreyndin er sú að ef skyrið verður vinsælt, getur íslenskur landbúnaður ekki staðið undir því magni sem til þarf.
Mikið yrði ég glaður ef einhver tæki nú upp á því að framleiða skyr hér í Vesturheimi. Það yrði kærkomin viðbót í matarflóruna. Og hvers vegna ekki, hér eru evrópskar og norrænar vörur vinsælar, ég kaupi til að mynda gjarna danskan gráðost hér, og norskan mjólkurost, báðir ákaflega góðir ostar.
Danskt skyr komið í verslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.