Klókt útspil hjá Cameron, en dugar það til?

Ég hygg að það hafi verið afar klókt útspil hjá Cameron að opna á þjóðaratkvæagreiðslu um veru Bretlands í Evrópusambandinu.  Hvort að það dugi honum til verulegs ávinnings á auðvitað eftir að koma í ljós, en það gæti fært honum kosningasigur.

Með þessu útspili setur Cameron hvort tveggja í nokkra klemmu, Evrópusambandið og Breska Verkamannaflokkinn.

Það er ekki mikill vilji til þess innan "Sambandsins" að Bretar fái nokkrar tilslakanir.   Frakkar tala nú þegar eins og þeir muni rúlla út rauða dreglinum svo Bretar geti labbað út.

En ef Bretar fá engar tilslakanir, er það líklegt til að gera hinn almenna Breska kjósenda enn argari út í "Sambandið" og um leið líklegri til að kjósa Íhaldsflokkinn.  Það er rétt að hafa í huga að óánægjan með ESB er ekki eingöngu í Íhaldsflokknum,heldur finnst í þó nokkru magni hjá kjósendum Verkamannaflokksins.

Ef hins vegar einhverjar tilslakanir fást, verður það sigur fyrir Cameron og gæti skipt verulega máli í kosningum.

Það sem Cameron hefur hins vegar gulltryggt, er að Evrópusambandsaðild Breta verður afar fyrirferðarmikil í umræðunni fyrir næstu kosningar.

Verði andrúmsloftið í Bretlandi svipað gagnvart "Sambandinu" þá og það er nú, gæti það þýtt verulega aukið fylgi fyrir Cameron og Íhaldsflokkinn, sérstaklega ef þeim tekst að halda UKIP í skefjum, sem sækir að þeim hinum megin frá.

Ef "Sambandið" er algerlega stíft gegn Bretum, er afar líklegt að viðhorf Bresks almennings verði enn mótsnúnara "Sambandinu" en nú er. 

Þetta er því veruleg áhugverð staða og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig spilast úr henni.

Enn er alltof snemmt að tala um að brotthvarf Breta sé á döfinni, en slíkt brotthvarf er ekkert "tabú" lengur, heldur raunverulegt umræðuefni og möguleiki.

Enn það er ljóst að það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Evrópusambandinu, annars vegar eru uppi hugmyndir eins og hjá Cameron, um lauslegra samband, en hins vegar hraðara sumrunaferli sem myndi líkelga enda í sambandsríki.

Þriðja leiðin væri líklega sambandsríki euroþjóðanna, sem væri síðan aðili að laustengdara Evrópusambandi.

P.S.  Síðan er vert að hugsa um hvort að nokkur þjóðarleiðtogi ríkis sem hefur euro sem gjaldmiðil gæti leyft sér að flytja ræðu eins og Cameron gerði nú?

Þá væri líklega hætta á að Evrópska seðlabankanum yrði beitt gegn honum.

 

 


mbl.is Þjóðaratkvæði eftir næstu kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í öllu ferlinu og aðdraganda inngöngu, var lofað að þjóðaratkvæði yrðu um málið. Það var ítrekað svikið þótt þetta væru kosningaloforð númer eitt. Cameron er bara að reyna að taka snúning á UKIP sem vex með ógnarhraða á kostnað hans. Þetta útspil er bara frestun á hinu óumflýjanlega um tvö ár. Í stað þess að efna loforðin og kjósa strax, sem hefði þýtt útgöngu 2015, þá tekst honum að kaupa tvö ár fyrir ESB að því gefnu að hann standi við loforðið, sem er alls ekki gefið ef litið er til sögunnar. Öldugangurinn er orðinn of mikill og hann er að reyna að lægja hann.

Í öðru lagi er hann að reyna að knýja fram undanþágur fyrir breta og halda sjálfstæði i fjármálum, en eins og flestir vita, þá er svo mikill skítur í City of London að þeir munu ekki þola að vera audireraðir og beygðir undir regluverk sameiginlegra fjármála. Þetta er því í aðra röndina kúgunaraðgerð gagnvart ESB.

Þetta ætti að segja okkur eitthvað um vilja ESB til undanþága, þegar þeir eru jafnvel tilbúnir til að láta breta róa heldur en að gefa þeim einhver sérréttindi og undanþágur. Það er mikið undir í þessum póker og störukeppni fjármálavaldsins í City og ESB.

Svíki hann hinsvegar loforðið enn og aftur, þá eru aðstæðurnar ekki þær sömu og áður og nokkuð víst að ígildi byltingar eða borgarastyrjaldar brjótist út.

Cameron er að pissa í skóinn og fresta hinu óumflýjanlega. Er ekki viss um að hann sé eins klókur og þú vilt vera láta. Hann er bara leiksoppur og strengjabrúða peningaþvottavélanna í City. Þeir vilja bæði halda og sleppa, en um það er ekkert val. Dilemmað er að á hvorn veginn sem fer, úrsögn eða undanþágur, þá boðar það upplausn sambandsins eða skiptingu þess í stríðandi klasa.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

gott fyrir okkur íslendinga líka - sérstaklega fyrir þá sem eru hræddir við að kíkja í pakkann. ef (stórt ef) við förum í esb og verðum óánægð þá bara hættum við þar. enginn heimsendir.

Rafn Guðmundsson, 23.1.2013 kl. 17:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er no win no win situation. Það eina sem gæti bjargað ESB tímabundið er að efna til styrjaldar útávið, þert gegn markmiðum. Búa til sameiginlegan óvin. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort slíkt reynist í spilunum til að þjappa álfunni saman. Þetta hefurnreynst ameríkönum vel, svona tímabundið. Nú er allt á barmi sundrungar þar í landi, eina ferðina enn og líklegt að þeir farimað kalla heim herlið og efna til nýrra ófriða.

Nostradamusinn í mér segir þetta.;)

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 17:32

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hefur alltaf verið vitað að það er hægt að segja sig úr "Sambandinu", í fljótu bragði man ég ekki eftir því að neinn hafi neitað því.

En eftir því sem ríki flækjast dýpra inn í "Sambandsvefinn", er það auðvitað flóknara og krefst meiri undirbúnings og tíma.

Barnaskapur eins og hjá Rafni um að hægt sé að hoppa inn og hoppa út, er í raun ekki svaraverður.

Það er ljóst að ef Bretar ætla sér að segja skilið við "Sambandið" þarf að undirbúa þá aðgerð vel og taka sér tíma til að standa almennilega að því.  Það er líka ljóst að þau slit verða að verða gerð í eins mikilli sátt og verða má og Bretar og "Sambandið" þurfa að ná samningum sem tryggir áfram viðskipti á milli aðila.

Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að Bretland er stærsti einstaki viðskiptaaðili Þýskalands.

"Sambandið" þarf á viðskitptum við Breta að halda og Bretar á viðskiptum við "Sambandið".   Þau þurfa að vera á "góðum nótum" og báðir aðilar vilja líklega halda eins mikilli fríverslun og mögulegt er.

Það er enda ekki fríverslunahluti "Sambandsins" sem gerir það að verkum að Bretar vilja losa um tengsl sín við Brussel.

Þess vegna held að þetta sé nokkuð klókur leikur hjá Cameron.

Hann setur Evrópusambandsumræðuna á fullt.  Umræðan fer nú að snúast um hvort Bretland eigi að vera í "Sambandinu" eður ei.  Hvert "Sambandið" stefnir o.s.frv.

Það er alveg ljóst að Bretar munu aldrei vera í Evrópusambandi sem ljóst er að stefni í sambandsríki.

Þessi ákvörðun Camerons fær Breta til að virkilega vega og meta hvert stefnir með "Sambandið".

Þetta getur líka hugsanlega bjargað Bretlandi frá því að stjórn Verkamannaflokksins taki við eftir næstu kosningar.

Hvað varðar UKIP, þá sé ekki að þetta muni draga vind úr þeirra seglum.  Gallinn fyrir þá er Breska kosningkerfið (sem er á mörkunum að sé hægt að kalla lýðræðislegt).   Eðli málsins samkvæmt er þeirra fylgi oft einna sterkast í kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn er hvað sterkastur.  Þeir hafa því ekki náð mönnum á þing, en gætu fellt marga Íhaldsþingmenn.

Það er í raun varla málstað þeirra til framdráttar, en styrkir aðeins Verkamannaflokkinn, sem er harðari stuðningsflokkur "Sambandsaðildar" en Íhaldsflokkurinn, þó þar innanborðs sé sömuleiðis vaxandi óánægja með "Brussel".

G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2013 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband