22.1.2013 | 12:59
Verðbólga á Eurosvæðinu 0.3 til 3.6%
Ein af þeim röksemdum sem oft heyrast fyrir inngöngu Íslands í "Sambandið" og svo upptöku euros, er hve verðbólgan myndi lækka við slíkt.
Hún yrði sú sama að því sem næst og á Eurosvæðinu. Síðan er gjarna birtur einfaldur útreikningur sem sýnir mun á verðbólgu á Íslandi og meðaltalsverðbólgu á Eurosvæðinu.
Þannig er verðbólga á Íslandi að mig minnir 5.1%, verðbólgan á Eurosvæðinu 2.2%, eins og kemur fram í fyrirsögn þeirrar fréttar sem þessi færsla er tengd við.
Það er einfalt að reikna þetta út, munurinn er 2.9 prósentustig og munar um minna. Það er meira en tvöföld verðbólga á Íslandi en á Eurosvæðinu.
Það eru vissulega til rök sem hníga í þá átt að verðbólga gæti lækkað á Íslandi við upptöku stærri og stöðugri myntar, en það er margt fleira sem þarf að hafa í huga.
Til dæmis er munurinn á verðbólgu innan Eurosvæðisins verulegur. Þannig mun nú mælast 0.3% verðbólga í Grikklandi en 3.6% verðbólga í Eistlandi, þar sem hún er mest innan svæðisins.
Munurinn er 3.3. prósentustig. Það er 12 sinnum meiri verðbólga í Eistlandi heldur en Grikklandi, þó að löndin noti bæði euro.
Hvað tryggir þá eða kemur í veg fyrir að verbólga geti ekki verið 0.3% í Grikklandi, 3.6% í Eistlandi og 5.1% á Íslandi, þó að öll löndin væru í "Sambandinu" og notuðu euroið?
Það gefst best að umgangast meðaltalsreikninga með varúð, þeir segja ekki alla söguna.
Verðbólgan á evrusvæðinu 2,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Athugasemdir
engin trygging en værum við ekki bara ánægð með 3,6% verðbólgu eða minni. og svo vita auðvitað allir sem vilja að það er ekki nóg að fá evru. margt annað er í esb sem okkur langar til að skoða.
Rafn Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 15:07
Auðvitað væru Íslendingar líklega ánægðari með 3.6% verðbólgu en 5.1%. Eistlendingar væru sömuleiðis líklega ánægðari með 2.2%, en 3.6%.
Ég er í sjálfu sér ekki viss um að Grikkir séu allt of ánægðir með 0.3%, en það er önnur saga.
En þetta sýnir hve mikill munur getur verið á verðbólgu innan Eurosvæðisins og að það er engin trygging fyrir því að verðbólgan myndi lækka.
Hún gæti allt eins staðið í stað, eða jafnvel hækkað.
3.3 prósentustig á milli hæstu og lægstu verðbólgu er umtalsvert.
Þetta sýnir líka hvað það getur gefið ranga mynd af að bera saman meðaltalstölur á Eurosvæðinu við Ísland. Samt er það mjög oft gert.
Eins þú segir spilar margt annað inn í, en mestu skiptir auðvitað efnahagsstjórn og þættir eins og t.d. kjarasamningar.
G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2013 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.