Áhugi fyrir því að "kíkja í pakkann" hrynur í skoðanakönnun - Minnihluti vill halda aðlögunarviðræðum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu

Það er ljóst að áhugi fyrir því að ganga í Evrópusambandið fer minnkandi á Íslandi. En það virðist nokkuð ljóst í þessari könnun að "viðræðusinnum" og þeim sem vílja " kíkja í pakkann, fer einnig fækkandi.

Það er gleðileg þróun.

Eins og sést í þessari frétt Vísis, um könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, hefur fylgi þess að klára aðlögunarviðræðurnar við "Sambandið" fallið úr 65,3% í 48.5%  á rétt rúmu ári.

Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem vilja draga umsóknina til baka aukist úr 34.7% í  36.4%.  Hlutfall þeirra sem vilja gera hlé á viðræðunum og ekki hefja þær án þjóðaratkvæðagreiðslu, er svo 15.2%, en sá valmöguleiki var ekki fyrir hendi í fyrri könnun sömu aðila.

Það er því 51.6% sem vilja annað hvort draga umsóknina til baka eða setja hana á ís og ekki hefja þær aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

"Viðræðusinnar" eru í minnihluta í útkomu þessarar könnunar.

P.S.  Það er nokkuð merkilegt að velta fyrir sér fyrirsögnum Fréttablaðsins varðandi þessa könnun.  Annarsvegar stendur á forsíðu:  Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB.  Svo stendur á bls. 4.:  Fári styðja tillögu stjórnarandstöðunnar.

Auðvitað lætur blað eins og Fréttablaðið ekki hanka sig á því að fara rangt með.  En hlutlausar og sanngjarnar eru fyrirsagnirnar ekki.

Ég hygg að flestir geri sér grein fyrir því að tillagan um að gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu er sáttatillaga.  Tillaga þess efnis að leita álits kjósenda og ná sátt um málið.  Nokkuð sem hefði auðvitað átt að gera áður en farið var af stað.

En hlutleysi hefur heldur ekki einkennt fréttaflutning Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um Evrópusambandsmál.   Það gildir reyndar um fleiri fjölmiðla.   Það er gott að hafa það í huga.

P.S.S.  Ég var svo að sjá frétt Eyjunnar af þessari könnun, undir fyrirsögninni:  Ríflegur meirihluti vill klára aðildarviðræður við ESB.

Það er hreint ótrúlegt að opinber fjölmiðill skuli láta standa sig að því að setja frá sér annað eins.  Skora á alla að lesa fréttina, sem væri eins og brandari, ef hún sýndi ekki hve hræðilega lélegir ýmisr fjölmiðar eru á Íslandi.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega ánægjulegar fréttir, og ég er viss um að þessi tala á eftir að lækka, þegar fólk fær sannleikan í málinu á hreint.  Þ.e. að það er enginn pakki að kíkja í, einungis upptaka regluverks ESb. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 10:39

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fréttavefmiðillinn Eyjan hikar samt ekki við að beita bæði falsi og lygum um þetta mál í fyrirsögn og fréttaumfjöllun.

Þeir segja í fyrirsögn:

"Ríflegur meirihluti fyrir áframhaldandi ESB aðildarviðræðum"

Gunnlaugur I., 18.1.2013 kl. 13:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt sýnir hvað tölur á blaði geta brenglast eftir því hver á í hlut.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 16:28

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú er jafn mikill snillingur og ip að bera saman epli og appelsínur.

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1277679/

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 17:47

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Rafn.  Reyndar eiga epli og appelsínur það sameiginlegt að vera ávextir, en vissulega eru þeir ólíkir

En þeim fer fækkandi "ávöxtunum" sem "Sambandssinnar" geta talið Íslendingum trú um að þeir uppskeri með "Sambandsaðild".  Þess vegna fer þeim óðum fækkandi sme vilja klára aðllögunarviðræðurnar við "Sambandið", eins og kemur fram í könnun 365 miðla, sem geta þó ekki talist fjandsamlegir "Sambandinu".

Eftir því sem meira er rætt um "Sambandið" og raunveruleikinn kemur í ljós, minnkar stuðingurinn við aðild  Það er staðreyndin.

Það breytir engu hvernig ómerkilegir fjölmiðlar á við Eyjuna, eða Fréttablaðið reyna að sveigja (eða í tilfelli Eyjunnar setja fram rangar) fyrisagnir, Íslendingar eru og sjóaðir til að láta blekkjast af rangfærslum.

Summa Evrópusambandsins rembist einnig eins og rjúpa við staurinn, að kaupa Ísleindinga til fylgilags við "Sambandið", en hefur ekki árangur sem erfiði.

Auðvitað ættu Íslensk stjórnvöld að krefjast þess að undir- og áróðursskrifstofu "Samdbandsins" yrði lokað á Íslandi.  

Slík starfsemi brýtur í bága við velsæmi í milliríkjasambandi.

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2013 kl. 18:03

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

því miður kann ég ekki að skýra út hvað mér finnst um þessi orð þín en sumir kunna það (og sennilega bara margir). því bendi ég aftur á ÍP og svörin þar (sleppa mínum) en ný eru þar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1277679/

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband