14.1.2013 | 16:17
Blekkingarleikur? Hvað hefur breyst? Hví brestur nú flótti í liðið?
Það er nokkuð merkilegt að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákveði nú að "hægja" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.
Einhver myndi líklega spyrja hvort að hægt sé að fara mikið hægar yfir en gert hefur verð?
En auðvitað breytir þetta engu í raun. Aðeins er verið að reyna að gera málamiðlun þannig að hvorir tveggja geti nokkurn veginn haldið andlitinu, Samfylking og Vinstri grænir. Þetta er nokkuð týpísk moðsuða sem vænta má frá þessari ríkisstjórn. Moðsuða sem gerir flestum kleyft að túlka ákvörðunina á sinn eigin veg.
Það sem þessi ákvörðun á að ná fram, er að reyna að minnka umræðuna um Evrópusambandið fyrir kosningar. Hana hræðast Samfylkingin og þó sérstaklega Vinstri grænir.
Það eina sem hefur breyst er að með hverjum degi styttist í kosningar og það verður erfiðara og erfiðara að horfast í augu við kjósendur með "Sambandsaðildina" á bakinu.
Það er undir kjósendum komið að láta umræðu um málið ekki falla niður.
Rétt er að hafa í huga að:
Áfram heldur aðlögun Íslands að regluverki "Sambandsins".
Það verður ekki hægt á starfsemi undir- og áróðursstofu "Sambandsins" á Íslandi. Áróður hennar mun halda áfram og líklega ekki slakað á fyrir kosningarm, til hagsbóta fyrir aðildarflokka, en gegn stefnu annara. Slíkur áróður erlends ríkjabandalags í aðdraganda kosninga er fordæmalaus á Íslandi.
Það er líka merkileg staðreynd, að ríkisstjórn sem talar svo hátt um að leyfa þjóðinni/kjósendum að að ráða niðurstöðunnin, neitaði að halda þjóðaratkvæðgreiðslu um hvort sækja skyldi um.
Það er líka merkilegt að þessi ákvörðun án þess að hafa nokkurt samráð við Alþingi, hvað þá utanríkismálanefnd. Ákvörðun um að "hægja" á viðræðunum er ríkisstjórnarinnar einnar.
En í raun hefur ekkert breyst, Samfylkingin vill ennþá inn í "Sambandið" frekar en nokkuð annað og VG styður ennþá þá aðild, ekki alltaf í orði, en alltaf á borði.
Því eiga þeir kjósendur sem eru á móti "Sambandsaðild" ekki neinn annan möguleika en að hundsa þessa flokka í kosningunum í vor.
En auðvitað væri best að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið samhliða þingkosningunum í vor.
Spurt yrði: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?
Svarmöguleikar: Já Nei
P.S. Sé svo í fréttum nú að VG hefur ákveðið að bola Jóni Bjarnasyny úr utanríkismálanefnd. Það er eftir öðru á þeim bænum. Öllum sem ekki fylgja flokkslínunni um "Sambandsaðild" er rutt úr vegi.
Það er ekki "hægt" á þeim "hreinsunum".
Hægt á viðræðunum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 16:58
Ég er með smá tilgátu.
Hún er sú að Steingrímur J. depli augunum því meir sem hann lýgur meira :-)
Sjá viðtal næstum aftast í fréttinni:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVD9A40A22-910F-4F96-BF7B-5233709CE1E3
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 23:45
Hér Hrannar, Hrannar allsráður Jóhönnudjásn sjálfan sig og skallafíflið kiímir að þjónkuninni. Saga Káfs og Óðins Marðarsaga utanþings.
Vignir (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 13:14
Bjarni Gunnlaugur. Hægt er að segja um Lygagrím eins og sagt var um annan Kommúnista hér áður. Hann lýgur þegar hann opnar á sér kjaft...
Björn Jónsson, 15.1.2013 kl. 14:31
Björn @14:31
Oft má greina þetta á smáatriðunum, það var sagt um góðbónda einn upp í Tungum að hann roðnaði þegar hann segði satt!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.