14.12.2012 | 08:47
Tækifæri fyrir ferðaþjónustuna
Auðvitað eiga Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að taka sig saman og styðja útgáfu þessarar bókar.
Upphæðin er ekki há, og áhættan því lítil. Kynningin gæti hins vegar orðið umtalsverð. Ekki eingöngu í formi bókarinnar, heldur einnig í umfjöllun um að Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi brugðist skjótt og vel við.
Hér á ekki að vera nein þörf fyrir opinbera sjóði, eða inngrip stjórnvalda. Ferðaþjónustufyrirtækin eiga einfaldlega að ganga í málið.
Jaðrar við ástarbréf til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað eiga ferðaþjónustufyrirtæki að styrkja rithöfundinn.
Eðlilega eiga þau að kíkja í pakkann hjá honum áður en styrkur er látinn af hendi.
En allt sem styður góða ímynd Íslands útá við er virkileg nauðsyn miðað við þau hryðjuverkalög og þann hrylling sem hefur skekið þjóðarskútuna undanfarin ár. Þetta er mín skoðun. Kveðja.
jóhanna (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.