Tveir pistlar

Þó að ég hafi lifað þá tíma að einungis var einn ljósvakamiðill með einni rás til að hlusta á, er erfitt að ímynda sér að snúa til baka til slíks tíma.

Fróðleikur og fréttir sem finna má á internetinu er gríðarlegur.  Bæði einstaklingar og fyrirtæki miðla gríðarlegu magni upplýsinga, sem er vissulega misjafnt að gæðum.  Helsta vandamálið er að vinsa úr.

Í dag rakst ég á tvo pistla sem mér fannst allrar athygliverðir og ættu erindi við sem flesta.

Það er annars vegar pistill Sigurðar Más Jónssonar um Íbúðalánasjóð, á mbl.is  og hins vegar pistill Gunnars Rögnvaldssonar hér á Moggablogginu, þar sem hann skýtur föstum skotumá Ríkisútvarpið.

Hvað varðar pistil Gunnars, vil ég einungis bæta við, að það er leiðinlegur ávani hjá mörgum fjölmiðlum, bæði Íslenskum og erlendum, að vitna og búa til fréttir upp úr hinum ýmsu skýrslum og greinum án þess að vísa til heimildana, þó að þær séu til reiðu á internetinu.

Á tímum internetsins, ætti það að vera regla frekar en undantekning, að birta hlekk á viðkomandi skýrslu eða grein, ef hún er fáanleg á internetinu.  Á vefsíðum á það að vera sjálfsögð krafa.

Í pistli Gunnars vísar hann lesandanum á skýrsluna, en það gerir RUV ekki.

Það er því miður glettilega algengt að upplýsingamiðlun sé mun betri hjá einstaklingum heldur en "ráðsettum fjölmiðlum".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband