Þjóðareign

Þjóðareign er orð sem hefur notið töluverðra vinsælda undanfarin misseri.  Á mörgum hefur mátt skilja að nauðsynlegt sé að sem mest komist í þjóðareigu, almenningi til farsældar.

Sömuleiðis hefur mátt skilja á ýmsum að þjóðareign sé eitthvað sem óhjákvæmilega komi almenningi til góða og sé eitthvað allt annað en ríkiseign, sem margir hafa illan bifur á.

Er ekki eitt besta dæmið um þjóðareign undanfarinna ára að finna í fjármálakerfinu?

Bæði Landsbankinn og Íbúðalánasjóður eru eins og skínandi dæmi um þjóðareign.  En hvort að sú eign komi almenningi til góða er líklega önnur saga og um það skiptar skoðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er óheppilegt fyrir þá sem eru á móti því að eitthvað sé í þjóðareign eða ríkiseign(sem er sami hluturinn í mínum huga)  að nota Landsbankann og Íbúðalánasjóð sem víti til varnaðar.  Ef ríkisbankarnir hefðu ekki verið seldir, á sínum tíma, hefði  líklega  aldrei orðið neitt hrun á Íslandi.  Og Íbúðalánasjóður þá  í ágætum rekstri í dag.

Þórir Kjartansson, 11.12.2012 kl. 17:47

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að eitthvað sé í þjóðar eða ríkiseigu.  Það er hins vegar nokkuð merkilegt í hvað mörgum tilfellum reynt er að finna fallegra orð yfir hluti, eins og til dæmis ríkiseigu. 

Þess vegna tala ég um að orðið "þjóðareiga" hafi notið vinsælda, orðið nokkurs konar tískuorð, vegna þess að ekki þykir fínt að tala um ríkiseigu.  Ég er þó sammála þér um að það er nákvæmlega sami hluturinn.

Það er hins vegar ekkert nýtt að hið opinbera hafi þurft að leggja fé til Landsbankans og slíkt átti sér stað löngu áður en hann eða nokkur annar banki var einkavæddur.

Hvað varðar Íbúðalánasjóð, má auðvitað deila bæði um orsök og afleiðingar.  En hitt er ljóst að Íbúðalánasjóður hélt lengst áfram allra fjármálastofnana að kynda húsnæðisbóluna, og er skemmst að minnast rýmkunar á lánareglun hans vor/sumar árið 2008.   Þáverandi félagsmálaráðherra var stolt af þeirri framkvæmd.

Það var þó líklega ekki vegna þeirrar snilli sem hún var hækkuð í tign og gerð að forsætisráðherra, eða hvað?

En núverandi vandræði Íbúðalánasjóðs eru heldur ekki fyrstu vandræði opinberra íbúðalána.

G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2012 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband