Óþægilegt umræðuefni á kosningavetri

Það er auðvitað stórmerkilegt að einn af helsti "Sambandssinninn" í VG skuli vera farinn að tala um að hægja á ferlinu, eða leggja það til hliðar.  En orðalagið er loðið.

Það er í sjálfu sér engum greiði gerður með þvi að hægja á ferlinu, draga það frekar á langinn og hafa það hangandi lengur en nauðsynlegt er.   Þó hafa "Sambandssinnar" sýnt vilja til þess að draga ferlið á langinn eins og mögulegt er, í von um að eitthvað verði til að afla aðild frekari stuðnings á meðal Íslendinga en nú er.  Það liggur enda nokkuð ljóst að við núverandi aðstæður yrði aðild kolfelld.

En að leggja málið til hliðar er nokkuð óljóst.  Hvað myndi það fela í sér?

Það er hægt að leggja mál til hliðar á nokkuð marga mismunandi vegu og um mismunandi langan tíma.  Jafnvel til eilífðar.

En það er alveg ljóst að "Sambandsaðild" ætti með réttu að verða gríðarlega fyrirferðarmikil í umræðunni fyrir komandi kosningar, og ég yrði hissa ef svo yrði ekki.  "Sambandsaðild" er einfaldlega stærsta einstaka málið sem fyrirfinnst í Íslenskum stjórnmálum nú um stundir.

En það er umræðuefni sem Árna Þór og mörgum í VG er ekki mjög ljjúft.  Þeir vilja helst ræða allt annað, enda framganga þeirra í málinu mörgum undrunarefni, ekki síst mörgum þeirra eigin flokksmönnum. Þess vegna finnst honum tilvalið að leggja til að láta það liggja í láginni.

En það verður ekki síður fróðlegt að sjá hver viðbrögð Samfylkingarinnar verður við þessu útspili Árna Þórs, ef þau verða þá einhver. 

Hitt tel ég nokkuð ljóst að andstæðingar aðildar vilja halda umræðum um "Sambandsaðild" og aðlögunarviðræður áfram fyrir kosningar.  Kosningarnar ættu enda að snúast um "Sambandsaðild" að miklu leyti.

Stjórnmálamenn geta ekki leyft sér að vera of "uppteknir" til að ræða þetta stærsta mál Íslenskra stjórnmála.

Kjósendur eiga heldur ekki að láta þá komast upp með slíkt.

 

 

 


mbl.is Ferlið jafnvel lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband