5.12.2012 | 14:15
Meira framboð af Íslenskum vinstriflokkum en eftirspurn
Það má auðvitað alltaf deila um hvar miðjan er í stjórnmálum. Það má meira að segja að hún færist til, fram og til baka.
Líklega hefur miðjan færst til hjá Íslenskum stjórnmálaflokkum. Margir telja að Samfylkingin og Vinstri græn hafi fært sig mikið til vinstri og fátt sem vegi það upp á hægri hliðinni. Hins vegar má draga það í efa að kjósendur hafi færst í sama mæli, enda sýnir það sig að fyrrnefndir flokkar hafa tapað verulegu fylgi, ef marka má skoðanakannanir.
Ég held því að það sé varhugavert fyrir flokka sem vilja staðsetja sig á miðjunni að fara að elta óvinsæla ríkisstjórnarflokka til vinstri.
Vissulega kann því Framsóknarflokkurinn að hafa stillt sér upp hægra megin við ríkisstjórnarflokkana í ýmsum málum, en það þýðir ekki að flokkurinn hafi færst til.
Það væri auðvitað fróðlegt að heyra hvað Höskuldi þyki til marks um að flokkurinn hafi hoppað til hægri, en það því miður glettilega algengt að Íslenskir fjölmiðlar leyfi stjórnmálamönnum að setja fram álíka fullyrðingar, án þess að krefjast frekari skýringa.
En það er ekki þörf fyrir fleiri vinstri flokka á Íslandi. Það er þörf fyrir flokka sem standa fyrir íhalds og aðhaldssemi i fjármálum. Fyrir flokka sem vilja hvetja til fjárfestinga og uppbyggingar. Fyrir flokka sem vilja létta skattaálögum af fólki og fyrirtækjum.
Framsóknarflokkurinn var í ljósmóðurshlutverkinu fyrir núverandi vinstristjórn. Fyrir það hlaut flokkurinn litlar þakkir frá Samfylkingu og Vinstri grænum. Ég held sömuleiðis að flokkurinn eigi von á afar takmörkuðu þakklæti frá kjósendum fyrir viðvikið.
Ég held því að flokknum sé varla holt að reyna að elta rikisstjórnarflokkana uppi á vinstrivængnum.
Hvorki of langt til hægri né vinstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.