Kinverjar þrýsta á Össur, og það er rétt að byrja

Það er merkilegt að Huang Nubo skuli fullyrða það í frétt Bloomberg að Íslenska ríkisstjórnin hafi boðið honum að fjárfesta á Íslandi.  Það væri fróðlegt ef ríkisstjórnin útskýrði það og hvernig stóð á því að títtnefndur Nubo varð fyrir valinu.

En það er rétt að taka það fram að í upphafi var ég almennt hlyntur því að Nubo yrði gert kleyft að kaupa Grímsstaði.  Mér þótti ekki rétt að mismuna einstaklingum eftir því frá hvaða landi þeir kæmu.

En eftir því sem málið hefur undið upp á sig hef ég orðið tortryggnari.  Mér finnst málið undarlega óljóst og fannst ótrúlegt að sjá hvaða ofuráherslu Samfylkingin virtist leggja á málið á tímabili.  Undarlegar og misvísandi upplýsingar komu fram í fjölmiðlum og áformin öll virtust frekar "fljótandi", svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Pistill sem ég las fyrir nokkrum dögum varð svo til að gera mig enn tortryggnari gagnvart fyrirhugaðri uppbyggingu á Grímsstöðum.  Fyrirsögnin á þessari færslu er fyrrsögn þess pistils, en sá var ritaður af Eiði Guðnasyni, fyrrverandi ráð- og sendiherra, og má finna á vef- eða bloggsvæði á hans á dv.is.

Mér finnst eiginlega með eindæmum að þessi pistill skuli ekki hafa vakið meiri athygli og fjölmiðlar skuli ekki hafa fylgt málinu eftir, bæði með viðtölum við Eið, en ekki síður Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Það verður að hafa í huga þegar pistillinn er lesinn, að það er ekki bara "einhver úti bæ" sem ritar pistilinn, heldur eru höfundur það sem gjarna er kallað í Íslenskri pólítík "innmúraður" í Samfylkinguna, er fyrrverandi ráðherra fyrir Alþýðuflokk og síðast en ekki síst, fyrrverandi sendiherra Íslendinga í Kína, sem vissulega kemur nokkuð við sögu í þessu máli.

Í upphafi skyldi endinn skoða, ég held að þessi mál hljóti að skoðast í samhengi.

En hér að neðan leyfi ég mér að birta umræddan pistil í heilu lagi.

Kínverjar eru farnir að þrýsta á Össur Skarphéðinsson um hafnaraðstöðu. á Norðuausturlandi. Einhver hissa. Sennilega ekki. Ekki ég. Í fyrradag hóf ný kínversk orrustuþota sig til flugs af nýju kínversku flugmóðurskipi. Fleiri eru í smíðum,. Nýjar þotur, ný jar þyrlur.

Í háskólum í Kína fá kínverskir námsmenn, einkum þeir sem eru einstæðir og efnilegir bein fyrrimæli frá flokknum um að vingast við erlenda námsmenn. Þetta er á margra vitorði. Þrjátíu árum seinna springur vinskapurinn allt í einu óvænt út að nýju.. Þetta uppifum við nú um stundir. Nihil nova sub sola.

Við skkuluk líka hafa æi huga að ræðan forseti Íslands flutti í Bandaríkjunum fjórða október sl. er ódulbúnasta Kínasmjaður sem heyrst hefur frá nokkrum Íslendingi. Sjá hér: Forseti vor leggur sig flatann. Sliks eru fá dæmi!


mbl.is Huang: „Reiður og pirraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hverjum er ekki skítsama hvaða þjóðerni hann er ? það er meira að fólk vill ekki selja land sitt ,

mynduð þið selja ísland burt frá ykkur fyrir pening ? peningur sem verður að endanum ekki að neinu

við munum ekki græða neitt við söluna við munum bara glata gersemum

það mun mögulega engin íslendingur fá vinnu þarna í nýlendu kínverja og við munum sjá íslenskan kínamúr rísa fyrr eða síðar

ragnar (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 14:48

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá skiptir þjóðerni væntanlegra fjárfesta gríðarlegu máli.  Fjárfestingar ríkisborgara og fyrirtækja frá Evrópska efnahagssvæðinu lúta t.d. öðrum lögmálum á Íslandi, en þeirra sem eiga lögheimili utan svæðisins. 

Huang Nubo hefði átt mun greiðari leið að Grímsstöðum ef hann hefði stofnað "skúffufyrirtæki" einhversstaðar á EES/EEA svæðinu.  Líklega hefði hann getað klárað "dílinn" áður en Íslendingar hefðu áttað sig á hvað hefði gerst.

En "Grímsstaðamálið" er að verða líkt og babúskudúkka.  Það kemur alltaf ný dúkka innan úr.

G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2012 kl. 15:20

3 identicon

Að ætla að búa til ferðamannaparadís á Grímstöðum á fjöllum er svo útí hött að engin leið er að nokkur með fulle fem  taki á slíku tali mark. Það fer enginn að dvelja þar á Hoteli eða búðum nema skikkaður. Mesta veðravíti á Íslandi.

Tók þar upp ferðalang, franskan bakpokaling. í byrjun  júlí, sem var að krókna, drepblautur í forráttu slyddu .Þarna er allra veðra von, hvenær árs sem er.

það fer enginn aö dvelja þarna á mörkinni lengur en hálftíma nema tilneyddur eða á háu kaupi.

 

kári (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:58

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Reynum að þroskast. Reynum að vera tortryggin og reynum að gera mannamun. Þetta er eðli mansins og ekki óeðlilegt. Við erum þjóð sem vopnin voru tekin af fyrir hundruðum ára. Öll dýr jarðar hafa innbyggða tortryggni gagnvart mönnum og öðrum dýrum. Verum ekki að leika aumingja og segja við megum ekki gera mannamun. Við verðum að gera mannamun því menn eru mismunandi. Sumir vilja eignast allt fyrir ekkert og skila engi inn í samfélagið. Okkur ber að verja land fyrir komandi kynslóðir. Ég vil sjá einhvern aumingja andmála þessu. Takk.

Valdimar Samúelsson, 4.12.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband